Eftirlitsstofnun EFTA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur eftirlit með framkvæmd reglna Evrópska efnahagssvæðisins á Íslandi, í Liechtenstein og Noregi, og gerir ríkjunum þannig kleift að taka þátt á innri markaði Evrópu.

esa_buildingEvrópska efnahagssvæðið

Aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru 28 aðildarríki Evrópusambandsins og þrjú aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA): Ísland, Liechtenstein og Noregur. Stofnað var til þess með EES samningnum, alþjóðlegum samningi sem gerir EFTA ríkjunum þremur mögulegt að taka fullan þátt á innri markaði Evrópu.

Markmið EES samningsins er að tryggja innan allra 31 EES ríkjanna frjálst flæði vöru, launþega, þjónustu og fjármagns - ,,fjórfrelsið". Af samningnum leiðir að regluverk Evrópubandalagsins tengt fjórfrelsinu er innleitt í landsrétt þeirra EFTA ríkja sem þátt taka í samstarfinu. Þá eru einnig allar nýjar reglur Evrópubandalagsins sem falla innan gildissviðs EES samningsins innleiddar í landsrétt EFTA ríkjanna, þannig  er (samræmd) framkvæmd innri markaðarins tryggð.

EES samningurinn leitast við að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði og jafnan rétt til þátttöku á innri markaðinum, jafnt fyrir einstaklinga sem lögaðila innan EES. Þessu til viðbótar opnar samningurinn á samstarf innan efnahagssvæðisins á öðrum þýðingamiklum sviðum eins og í rannsóknum og þróun, velferðarmálum, menntun, umhverfismálum, neytendavernd, ferðaþjónustu og menningu. Með því að ryðja úr vegi hindrunum og skapa tækifæri fyrir 500 milljónir Evrópubúa, örvar EES þannig hagvöxt og eykur alþjóðlega samkeppnishæfni EES ríkjanna.

Hnökralaus framkvæmd EES samningsins byggir á samræmdri innleiðingu og framkvæmd sameiginleg regluverk aðildarríkjana 31. Komið hefur verið á fót tveggja stoða eftirlitskerfi: annars vegar eftirlit með aðildarríkjum Evrópusambandsins, sem er í höndum  Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og hins vegar eftirlit ESA með þeim EFTA ríkjum sem aðild eiga að EES samningnum.

Hlutverk ESA

ESA hefur eftirlit með því að EES ríki EFTA, þ.e. Ísland, Liechtenstein og Noregur, virði skuldbindingar sínar samkvæmt EES samningnum.

ESA leitast við að vernda rétt einstaklinga og aðila markaðarins sem finnst á sér brotið með ólögmætum reglum og aðgerðum EFTA ríkjanna eða fyrirtækja innan þeirra. Slíkar reglur og aðgerðir geta til dæmis mismunað, hamlað viðskiptum eða falið í sér ólögmætra ríkisaðstoð. Eftirlitsstofnun EFTA getur í slíkum tilvikum höfðað mál gegn viðkomandi EFTA ríki fyrir EFTA dómstólnum og knúið ríkið til að láta af ólögmætu athæfi.

ESA framfylgir takmörkunum á ríkisaðstoð, metur hvort aðstoð er í samræmi við framkvæmd innri markaðarins og getur krafist þess að ólögmæt ríkisaðstoð sé endurgreidd.

Auk þessa hefur ESA eftirlit með að fyrirtæki sem starfa innan EFTA ríkjanna fari að samkeppnisreglum. ESA rannsakar hugsanleg brot á ákvæðum EES samningsins, annað hvort að eigin frumkvæði eða á grundvelli kvartana, og getur lagt sektir á einstök fyrirtæki og lagt mat á samruna sem falla innan ákveðinna marka.

Við eftirlit og eftirfylgni með EES samningum, hefur ESA sambærilegt vald og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Milli stofnanna er náið samband og samstarf. Stofnanirnar tvær hafa umsjón með framkvæmd sömu reglnanna á mismunandi svæðum innan EES.

Skipulag

ESA starfar sjálfstætt gagnvart EFTA ríkjunum og er staðsett í Brussel. Um þessar mundir starfa um 70 manns hjá stofnuninni af 16 þjóðernum.

ESA er stýrt af þriggja mann stjórn (College). Hver stjórnarmaður er skipaður til fjögurra ára í senn af EFTA ríkjunum sem eru aðilar að EES samningnum. Þó stjórnarmennirnir séu þannig skipaðir af aðildarríkjunum eru þeir sjálfstæðir í störfum sínum og óháðir pólítískri leiðsögn. Allar ákvarðanir sem binda ESA formlega eru teknar af stjórninni, en hún kemur venjulega saman einu sinni í viku.

Í stjórninni sitja eftirfarandi stjórnarmenn:

  • Bente Angell-Hansen, president
  • Frank J. Büchel
  • Högni S. Kristjánsson

Starfsemi ESA skiptist í fjögur svið, innri markað, samkeppnis - og ríkisaðstoð, lagaskrifstofu og rekstur og stjórnun.
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS