Réttindi farþega

Þekkir þú rétt þinn?

Var fluginu eða siglingunni aflýst eða seinkað? Misstir þú af lestinni eða rútunni?

Öll löggjöf ESB um réttindi farþega hefur verið tekin upp í EES-samninginn. Það þýðir að þegar ferðast er innan EES þá hafa farþegar á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sama rétt og innan ESB.

IStock-522545712

Réttindi farþega eru margvísleg og taka m.a. til rétts til upplýsinga, mögulegra bóta vegna tafa, synjun um flutning og aflýsingu og fleira. Fatlað fólk og hreyfihamlaðir farþegar njóta tiltekinna rétttinda.

Til að nálgast frekari upplýsingar um réttindi farþega með tilteknum samgöngumáta er hægt að skoða samantekt löggjafar eða löggjöfina sjálfa, sjá yfirlit hér .

Handhægt smáforrit (app) sem þú getur hlaðið niður í símann þinn hefur einnig að geyma samantekt á réttindum farþega. Smáforritið er sérstaklega nytsamlegt á ferðalögum.

Nánari upplýsingar um hvernig bera má fram kvörtun má finna hér.
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS