EES löggjöf um réttindi farþega

Icelandic version

Til að nálgast frekari upplýsingar um réttindi farþega með tilteknum samgöngumáta er hægt að skoða samantekt löggjafar eða löggjöfina sjálfa, sjá yfirlit hér að neðan.Ef þú vilt leggja fram kvörtun hafðu þá samband við Samgöngustofu .

Know-your-passenger-rights-ISL

Flugsamgöngur

Reglugerð (EB) nr. 261/2004 frá 11. febrúar 2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem er neitað um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður og um að fella úr gildi reglugerð (EBE) nr. 295/91

Reglugerð (EB) nr. 889/2002 frá 13. maí 2002 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 2027/97 um bótaábyrgð flugfélaga vegna slysa 

Reglugerð (EB) nr. 1107/2006 um réttindi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks sem ferðast með flugi

 

Svör við algengum spurningum má finna hér á ensku

Lestasamgöngur

Reglugerð (EB) nr. 1371/2007 frá 23. október 2007 um réttindi og skyldur lestarfarþega

Vegasamgöngur

Reglugerð (ESB) nr. 181/2011 frá 16. febrúar 2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004

Siglingar

Reglugerð (ESB) nr. 1177/2010  frá 24. nóvember 2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó eða skipgengum vatnaleiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004


Reglugerð (EB) nr. 392/2009 frá 23. apríl 2009 um bótaábyrgð flutningsaðila vegna slysa á sjó

Meðferð kvartana

Öllum farþegum er heimilt að bera fram kvörtun vegna framkvæmdar eða meintra brota á ákvæðum reglugerða um réttindi farþega.

Kvartanir vegna flutnings skal bera fram við flutningsaðila eða það fyrirtæki sem ábyrgð ber á flutningi (t.a.m. ferðaskrifstofu og ferðaskipuleggjenda). 

Ef kvörtunin ber ekki tilætlaðan árangur, eða þú ert ósátt/ur við svarið sem þú færð, þá getur þú kvartað til þess aðila sem ábyrgð ber á að annast framfylgni við þá reglugerð sem við á, sjá lista hér að neðan. Í sumum aðildarríkjum EES eru starfræktar sérstakar kvörtunarnefndir sem taka til afgreiðslu kvartanir farþega. Vinsamlegast beinið kvörtunum þangað, en ekki til Eftirlitsstofnunar EFTA eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

 

Yfirlit yfir þá aðila sem annast eftirlit með og taka til afgreiðslu kvartanir farþega á Íslandi, í Noregi og Liechtenstein er að finna hér. Samsvarandi yfirlit yfir aðila innan ESB má finna hér .

 

Samgöngumáti Eftirlits- og kvörtunaraðilar
Flug

Eftirlits-og kvörtunaraðili

Samgöngustofa

(Transport Authority)

Siglingar

 

 

  

Eftirlits-og kvörtunaraðili

Samgöngustofa 

(Transport Authority)

Hópbifreið

 

Eftirlits- og kvörtunaraðili

Samgöngustofa

(Transport Authority)


Lestir

 

Ísland hefur enga innviði járnbrauta


* Samgöngustofa gefur út bindandi ákvarðanir. Ákvarðanir Samgöngustofu eru áfrýjanlegar til Innanríkisráðuneytisins. Kvörtun má á hvaða stigi bera undir dómstóla.

Ennfrekar veitir Evrópska neytendaaðstoðin, EEC Ísland, farþegum frekari upplýsingar og aðstoð
Other EEA Institutions


Want to help us improve our website?

We are in the process of designing a new website and need your help!

We kindly ask you to participate in a short exercise which will help us improve your experience of the ESA website.

imgbanner2
This website is built with Eplica CMS