Browse by year:


Competition

Samkeppnismál: Athugasemdir ESA til Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samkeppniseftirlitsins gegn Byko ehf./Norvík hf.

29.4.2016

PR(16)17 – Icelandic version

EN | IS
 

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent Héraðsdómi Reykjavíkur skriflegar athugasemdir í máli Samkeppniseftirlitsins gegn Byko ehf. og Norvík hf. Málið varðar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í maí 2015 þar sem Norvík hf. var gert að greiða 650 milljóna króna sekt fyrir brot dótturfyrirtæki síns, Byko ehf., á samkeppnisreglum.

 Málið vekur upp mikilvægar spurningar varðandi túlkun EES-réttar. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins var áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem taldi brot Byko ehf. ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið, og taldi ekki sýnt fram á að brotið hefði verið gegn samkeppnisreglum EES-réttar. Lækkaði áfrýjunarnefndin því sektina í 65 milljónir króna. Í febrúar 2016 höfðaði Samkeppniseftirlitið svo mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er krafist að Norvík hf. verði gert að greiða 650 milljóna króna sekt í málinu. Það er í því máli sem ESA leggur fram athugasemdir.

Athugasemdir ESA varða hvenær á að beita samkeppnisreglum EES-réttar (þ.e. þegar aðgerðir geta haft áhrif á viðskipti)  og um varnaðaráhrif sekta í samkeppnismálum. Samkeppnisyfirvöldum og dómstólum aðildarríkjanna er skylt að beita samkeppnisreglum EES-réttar þegar málsatvik falla innan gildissviðs EES-samningsins. Þeim ber einnig að tryggja að reglunum sé beitt af skilvirkni.

Í samningnum um stofnun ESA er stofnuninni veitt heimild til að veita ábendingar og leggja fram athugasemdir („amicus curiae“) fyrir dómstólum EFTA-ríkjanna til að stuðla að því að samkeppnisreglum EES-réttar sé beitt með samræmdum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem ESA sendir athugasemdir til íslensks dómstóls en stofnunin hefur í tvígang lagt fram athugasemdir fyrir norskum dómstólum. Athugasemdir ESA eru ráðgefandi fyrir dómstólinn.

Viðhengi:

·         Upplýsingaskjal varðandi amicus curiae athugasemdir


Nánari upplýsingar veitir:
 Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS