Browse by year:


Internal Market

Frammistöðumat EES: Íslendingum sjálfum til hagsbóta að standa betur að innleiðingu

14.7.2016

PR(16)36 – Icelandic version

EN  |  DE  |  IS  | NO

„Ísland þarf að gera mun betur til að standa við skuldbindingar sínar varðandi innleiðingu á lögum og reglum EES-samningsins. Innri markaðurinn gagnast bæði einstaklingum og fyrirtækjum og það er Íslendingum í hag að staðið sé betur að þessum málum. Innleiðing sameiginlegra reglna á réttum tíma er forsenda þess að innri markaðurinn virki vel og mikilvægt er að ríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart öðrum ríkjum EES-svæðisins. Í nýlegri ferð minni til Íslands átti ég góða fundi með stjórnmála-og embættismönnum og ég veit því að það er vilji til að bæta þessa frammistöðu. ESA hvetur Ísland til að nýta þennan vilja og grípa til aðgerða sem tryggja að það verði ekki eftirbátur annarra“ segir Sven Erik Svedman, forseti ESA. 

Í frammistöðumati EES sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag kemur fram að Ísland stendur sig enn eitt árið verst allra EES-ríkjanna 31 í að innleiða tilskipanir sem ríkin hafa  skuldbundið sig til að leiða í lög innan tímamarka. Innleiðingarhalli Íslands er 1.8% en 1,2% í Liechtenstein og enginn í Noregi sem stendur best að verki af öllum EES-ríkjunum. Meðal innleiðingarhalli í ESB-ríkjunum er 0,7%.

Icelandic

Innleiðingarhalli EES-ríkjanna.

Tilskipanir og reglugerðir varða iðulega mikilvæg réttindi almennings

Ísland hefur ekki innleitt 16 tilskipanir innan tímamarka, og sumar varða þær mikilvæg réttindi almennings. Þegar EES-ríki innleiðir ekki tilskipun innri markaðarins á réttum tíma fá einstaklingar og fyrirtæki ekki notið þeirra réttinda sem hún felur í sér. Íslensk fyrirtæki kunna til dæmis að útilokast frá aðgangi að innri markaðinum ef samræmdar tæknilegar reglur eru ekki innleiddar. Því lengur sem innleiðing dregst, því alvarlegri geta afleiðingarnar orðið. 

Meðal óinnleiddra tilskipana má nefna tilskipun 2011/62 um nýjar ráðstafanir og aukið eftirlit með framleiðendum lyfja til að sporna gegn viðskiptum með fölsuð lyf. Í Evrópu eru þess dæmi að fölsuð lyf séu seld sem venjuleg lyf en þau geta innihaldið röng efni eða ranga skammta af virkum efnum og verið skaðleg. Þá má einnig nefna tilskipun 2011/24 sem felur í sér réttindi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu þvert á landamæri. Með henni verður íslenskum sjúklingum auðveldað að nýta sér heilbrigðisþjónustu innan EES-svæðisins og fá kostnað við slíka þjónustu endurgreiddan frá ríkinu.

  Innleiðingar-halli (Nóv 15) Innleiðingar-halli (Maí 15) Fjöldi úti-standandi tilskipana Fjöldi til-skipana sem hafa verið úti-standandi í yfir 2 ár Úti-standandi reglugerðir (Nóv 15) Úti-standandi reglugerðir (Maí 15)
Ísland 1.8% 2.1% 16 2 34 22
Liechtenstein[1] 1.2% 1.1% 11 3    
Noregur 0% 0% 0 0 5 9
Meðaltal 1.% 1.1%           


Útistandandi reglugerðum fjölgar

Innleiðing reglugerða á réttum tíma er í verra horfi en í síðasta frammistöðumati. Í maí 2015 voru 22 reglugerðir sem ekki höfðu verið innleiddar á réttum tíma en í nóvember sama ár voru þær orðnar 34. Til samanburðar voru þær 5 í Noregi.

Þá biðu sjö mál gegn Íslandi afgreiðslu EFTA-dómstólsins í desember 2015, en í maí sama ár voru þau þrjú og hafði því fjölgað um fjögur frá síðasta frammistöðumati.

Frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, í Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Þessi mæling tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Gabrielle Somers
Settur framkvæmdastjóri innra markaðssviðs
Sími: (+32)(0)2 286 18 76
Farsími: (+32) 491 86 32 87 


[1] Lagakerfi Liechtenstein en byggt upp þannig að reglugerðir eru sjálfkrafa teknar upp í landslög með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en á Íslandi og í Noregi þarf að leiða þau í landslög með sama hætti og ef um almenna lagasetningu innanlands væri að ræða.
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS