Browse by year:


Internal Market

Frammistöðumat EES: Ísland á enn langt í land

6.10.2015

PR(15)46 – Icelandic version

EN | DE | IS | NO

Noregur hefur aldrei staðið betur að innleiðingu tilskipana frá upphafi mælinga. Ísland hefur einnig bætt sig en þarf að gera betur. Frammistaða Liechtenstein er einnig betri en raunin var síðast. Þetta kemur fram í Frammistöðumati EES sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag.

Uppfærsla 07/10/2015: Rétti innleiðingarhalli Noregs er 0%, sem þýðir að Noregur hefur innleitt allar tilskipanir á réttum tíma. Þessi fréttatilkynning hefur verið uppfærð með réttum tölum.

Uppfærsla 08/10/2015: Skýrslan hefur verið uppfærð með réttum tölum.


Tafla: Innleiðingarhalli EFTA-ríkjanna síðustu 5 ár.

„Þrátt fyrir að frammistaða Íslands hafi batnað milli mælinga er enn langt í land. Innleiðing sameiginlegra reglna á réttum tíma er forsenda þess að innri markaðurinn virki vel og áframhaldandi trausts annarra aðila EES-samningsins. Frammistaða Noregs sýnir glöggt að með góðri stefnumörkun og eftirfylgni er hægt að minnka innleiðingarhalla verulega á skömmum tíma. Við hvetjum íslensk stjórnvöld til að gera enn betur og tryggja að Ísland verði ekki eftirbátur hinna EFTA-ríkjanna,“ segir Helga Jónsdóttir stjórnarmaður í ESA.

Frammistöðumat innri markaðarins er birt tvisvar á ári og sýnir hvernig stjórnvöldum á Íslandi, í Liechtenstein og Noregi gengur að innleiða tilskipanir og reglugerðir innri markaðarins á réttum tíma. Innleiðingarhalli tilskipana sýnir hlutfall tilskipana sem ekki hafa verið innleiddar eða ESA hefur ekki verið tilkynnt um innleiðingu á innan réttra tímamarka. Þessi mæling tekur aðeins til þeirra gerða sem EFTA-ríkin hafa skuldbundið sig til að innleiða á grundvelli EES-samningsins

Minnstur innleiðingarhalli í Noregi

Eftir að hafa tekist að minnka innleiðingarhallann frá 2.0% niður í 0%, er frammistaða Noregs sú besta af EES-ríkjunum 31. Ísland hefur einnig bætt sig og farið úr 2.8% niður í 2.1%. Frammistaða Íslands er samt sem áður sú versta á Evrópska Efnahagssvæðinu öllu og því ljóst að þörf er á frekari aðgerðum. Innleiðingarhalli Liechtenstein minnkaði lítillega og stendur nú í 1.1%.

Meðalinnleiðingarhalli EFTA-ríkjanna þriggja mælist nú 1.1% en hann er 0.7% að meðaltali í aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB).


Helstu niðurstöður

  Innleiðingarhalli
(Maí 15)
Innleiðingarhalli
(Nóv 14)
Tilskipanir ekki innleiddar innan tímamarka Tilskipanir sem átti að innleiða fyrir meira en 2 árum Reglugerðir ekki innleiddar innan tímamarka (Maí 15) Reglugerðir ekki innleiddar innan tímamarka (Nóv 14)
Ísland 2.1% 2.8% 21 6 22 34
Liechtenstein 1.1% 1.2% 11 3 Á ekki við Á ekki við
Noregur 0% 2.0% 0 0 9 20
meðaltal  1.1% 2.0%        

Innleiðingarhallinn er einn af nokkrum vísum sem eru notaðir til að mæla frammistöðu EES-ríkja þegar kemur að innleiðingu og beitingu EES-reglna.

Sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlega hafið samband við:

Ólafur Einarsson
Framkvæmdarstjóri innra markaðssviðs
tel. (+32)(0)2 286 18 73

Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS