Browse by year:


Internal Market

Hver er frammistaða Íslands á innri markaðnum?

16.7.2019

PR(19)23 - Icelandic version

EN | NO | IS | DE

EES tilskipunum og reglugerðum sem ekki hafa verið innleiddar í landslög hefur fjölgað á Ísland, í Liechtenstein og í Noregi.

ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) gefur út frammistöðumat tvisvar á ári til þess að gefa yfirlit yfir hversu margar tilskipanir og reglugerðir hafa enn ekki verið innleiddar í EES EFTA ríkjunum. ESA hefur eftirlit með því að landslög séu í samræmi við skuldbindingar ríkjanna á grunni EES-samningsins svo tryggt sé að fólk og fyrirtæki njóti þeirra réttinda sem fylgja EES samningnum. Þetta stuðlar að góðum lífs- og vinnuskilyrðum fyrir fólk og fyrirtæki.

Í 44. frammistöðumati ESA er varpað ljósi á stöðuna í lok maí 2019 og sýnir vaxandi innleiðingarhalla, með auknum fjölda tilskipana og reglugerða sem hafa ekki verið innleiddar á réttum tíma.

  • Ísland hefur ekki innleitt sex tilskipanir (samanborið við fjórar í síðasta mati) og hefur helmingur þeirra verið útistandandi i meira en tvö ár. Samsvarar það 0,7% halla í samanburði við 0,5% í síðasta mati. Fjöldi útistandandi reglugerða hefur aukist úr 35 í 38, sem samsvarar 1,2% halla. Helmingur útistandandi reglugerða á er á sviði fjármálaþjónustu og umhverfismála.
  • Liechtenstein hefur ekki innleitt sjö tilskipanir og hefur því aukið innleiðingarhalla sinn úr 0,6% í 0,9%. Fimm þeirra varða ökuskírteini og hafa beðið innleiðingar í meira en tvö ár.
  • Noregur hefur hærri innleiðingarhalla en í síðasta frammistöðumati og fer úr 0,1% í 0,4%. Fjöldi óinnleiddra reglugerða hefur aukist verulega frá 3 í 17.

Nánari upplýsingar veitir:
Øystein Solvang
Samskiptastjóri
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 490 57 63 53 
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS