Browse by year:


Internal Market

Hvernig er frammistaða Íslands, Noregs og Liechtenstein á innri markaðinum?

6.3.2020

PR(20)02 - Icelandic version

EN | NO | IS | DE

Ísland, Liechtenstein og Noregur viðhalda góðum árangri þegar kemur að innleiðingu tilskipana. Markmiðið er að stuðla að virkum og einsleitum innri markaði.

ESA hefur í dag birt 45. frammistöðumat sitt fyrir innri markaðinn og innleiðingu EES gerða. Frammistöðumatið er gefið út tvisvar á ári til að gefa yfirsýn yfir hversu margar tilskipanir og reglugerðir eru óinnleiddar í EES-EFTA-ríkjunum.

Réttindi borgaranna

Sein eða röng innleiðing getur svipt fyrirtæki og einstaklinga réttindum sínum. Innleiðingarhallinn gefur til kynna hversu margar tilskipanir og reglugerðir Ísland, Liechtenstein og Noregur hafa ekki tilkynnt ESA um innleiðingu á innan tímamarka. ESA stefnir nú að því að miða við 0,5 prósent halla en það er í samræmi við tillögur Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að viðmiðum.

Ísland og Noregur hafa bætt árangur sinn að því er varðar innleiðingu á tilskipunum frá síðasta frammistöðumati en halli Liechtenstein er óbreyttur. Af þessu leiðir að meðaltal óinnleiddra tilskipana hjá EES-EFTA-ríkjunum lækkar frá síðasta frammistöðumati.

Frammistaða EES-EFTA-ríkjanna

Ísland hefur bætt innleiðingu tilskipana frá síðasta frammistöðumati og er innleiðingarhallinn nú 0,6 prósent í stað 0,7 prósent áður. Alls voru fimm tilskipanir útistandandi, þar af tvær sem hafa verið óinnleiddar í meira en tvö ár. Fjöldi reglugerða sem ekki voru innleiddar að fullu í landsrétt á réttum tíma jókst hins vegar, úr 38 í 47 sem leiðir til 1,5 prósenta innleiðingarhalla fyrir reglugerðir.

Liechtenstein er með sama hlutfall óinnleiddra tilskipana og í síðasta frammistöðumati eða 0,9 prósent. Liechtenstein var samtals með sjö tilskipanir útistandandi, þar af fimm sem varða ökuskírteini.

Noregur viðheldur góðum árangri frá síðasta frammistöðumati. Innleiðingarhalli vegna tilskipana nemur 0,3 prósent en var 0,4 prósent í síðasta frammistöðumati. Tvær tilskipanir höfðu ekki verið innleiddar að fullu á réttum tíma, önnur þessara tilskipana, sem varðar almannatryggingar, hefur verið útistandandi í meira en 18 mánuði. Óinnleiddum reglugerðum í Noregi fækkaði um tvær, úr 17 í 15. Yfir helmingur þeirra varðar vörur. Af þessu leiðir að Noregur var með 0.5 prósent innleiðingarhalla fyrir reglugerðir.

Uppfærð útgáfa

Síðar á árinu mun ESA birta uppfærða útgáfu af þessu frammistöðumati, samhliða ESB, þar sem frammistaða EES-EFTA-ríkjanna verður borin saman frammistöðu annarra EES-ríkja.

45. frammistöðumat EES-EFTA-ríkjanna má finna hér.

Hlutverk ESA

ESA hefur eftirlit með því að Ísland, Noregur og Liechtenstein standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum. Virkur innri markaður örvar samkeppni og viðskipti fyrir fyrirtæki. Það stuðlar jafnframt að bættum búsetu- og starfsskilyrðum alls almennings.

Nánari upplýsingar veitir:

Øystein Solvang
Samskiptastjóri
mob. +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS