Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: ESA lokar máli um verðtryggð neytendalán

27.3.2018

PR(18)08 – Icelandic version

EN | IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokið skoðun á kvörtun sem varðar meinta ranga innleiðingu á tilskipun sem innleidd var í lög um neytendalán á Íslandi. Mat ESA er að gildandi tilskipun sé rétt innleidd en stofnunin getur ekki tekið afstöðu til innleiðingar eldri tilskipunar sem er fallin  úr gildi.

CashESA getur ekki tekið afstöðu til laga sem eru ekki lengur í gildi á EES svæðinu eða á Íslandi og lokar því málinu í dag,“ segir Högni S. Kristjánsson, stjórnarmaður ESA.

Kvörtunin snérist um framkvæmd verðtryggðra neytendalána á Íslandi og tilskipanir  2008/48/EB og 87/102/EBE. Kvartandinn taldi að framkvæmdin væri ekki í samræmi við reglur Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) um upplýsingaskyldu lánveitenda varðandi kostnað vegna verðtryggingar. Með því hafi neytendum ekki verið veittar réttar upplýsingar um heildarlántökukostnað.

ESA barst kvörtunin í nóvember 2016 sem er eftir að ný tilskipun um sama efni tók gildi á EES svæðinu og ný lög um neytendalán tóku gildi á Íslandi. ESA komst að þeirri niðurstöðu að núverandi tilskipun um neytendalán hafi verið rétt innleidd. Núverandi lög kveða á um að lánveitenda beri að upplýsa lánþega um heildarlántökukostnað. Í ljósi þessa getur ESA ekki aðhafst frekar. 

Ákvörðun ESA má finna hér

Nánari upplýsingar veitir:

Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Upplýsingafulltrúi
Sími: +32 2 286 18 78
Farsími: +32 490 57 63 59
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS