Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: ESA lokar máli varðandi endurskipulagningu íslenskra lánastofnana

11.7.2018

PR(18)19 – Icelandic version

EN | IS

Ísland hefur gert viðeigandi lagabreytingar varðandi endurskipulagningu íslenskra lánastofnana og lokar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) því í dag tengdu máli.

Tilskipunin (2001/24/EB) kveður á um endurskipulagningu eða slitameðferð lánastofnana innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Samkvæmt tilskipuninni ræðst endurskipulagningin af þeirri málsmeðferð, lögum og reglum sem gilda í heimaríkinu – þar sem lánastofnunin er skráð.

ESA sendi Íslandi rökstutt álit í febrúar síðastliðnum, þar sem Ísland hafði hvorki innleitt tilskipunina né undantekningarákvæði hennar á réttan hátt. Nýverið lauk Ísland innleiðingu á nýrri löggjöf þar sem tekið er á þeim vanköntum sem ESA benti á. Er málinu því lokið.


Nánari upplýsingar veitir:

Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS