Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Réttindi launafólks fyrir EFTA dómstólinn

19.12.2017

PR(17)43 – Icelandic version

EN | IS

Ísland hefur látið hjá líða að innleiða Evróputilskipun um réttindi launþega sem átti að taka gildi í júní 2016.  Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur því ákveðið að vísa málinu til EFTA dómstólsins.

„Rétturinn til að búa og starfa í öðru EES ríki er meðal þeirra grundvallarréttinda sem innri markaðurinn í Evrópu byggist á, og hluti af þeim fjölmörgu réttindum sem íbúar njóta. Frjáls för fólks og vernd gegn mismunun tryggir að einstaklingar sem vinna í öðru EES ríki en sínu eigin njóti sömu atvinnuréttinda og ríkisborgarar,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður ESA.

Court-referral

Tilskipun 2014/54/EU leggur þá skyldu á stjórnvöld einstakra ríkja að til staðar séu lagaleg úrræði sem tryggja að launþegar geti nýtt sér þau réttindi sem þeir eiga að njóta í tengslum við frjálsa för launþega. Þá ber ríkjum að fela tilgreindum aðila eða stofnun stuðning við og umsjón með hagsmunum launafólks þannig að því og fjölskyldum þeirra sé ekki mismunað á grundvelli ríkisfangs.

Mikilvægt er að EFTA-ríkin innleiði löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins á réttum tíma og með réttum hætti þannig að íbúar á öllu Evrópska efnahagssvæðinu fái notið fulls ávinnings af EES-samningnum. Ísland átti að innleiða löggjöfina um réttindi launafólks um mitt ár 2016. 

Þegar ESA vísar málum til EFTA dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. Íslandi hefur áður verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka.

Nánari upplýsingar veitir:

Ásta Sigrún Magnúsdóttir
Upplýsingafulltrúi
Sími: +32 2 286 18 78
Farsími: +32 490 57 63 59

 
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS