Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Rýmka þarf kærurétt í umhverfismálum

4.5.2016

PR(16)19 – Icelandic version

EN IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur íslensk lög ekki tryggja réttinn til að bera athafnaleysi stjórnvalda varðandi mat á umhverfisáhrifum undir óháðan og óhlutdrægan úrskurðaraðila með þeim hætti sem skylt er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í rökstuddu áliti sem stofnunin sendi frá sér í dag er Ísland ekki talið hafa innleitt ákvæði tilskipunar 2011/92/ESB um mat á umhverfisáhrifum að fullu.

Tilskipunin kveður á um að EES-ríki tryggi að almenningur eigi kost á að leita endurskoðunar ákvarðana fyrir dómstólum eða eigi aðgang að öðrum sambærilegum réttarúrræðum.  Þegar ákvarðanir eru teknar á grundvelli tilskipunarinnar skal almenningur, þ.m.t. umhverfissamtök, eiga kost á kæruleið, hvort sem kæra lýtur að efnislegum atriðum eða broti á málsmeðferðarreglum.  Þegar ágreiningur er um hvort stjórnvaldi hafi verið skylt að taka ákvörðun samkvæmt lögum kann deilan að snúast um athafnaleysi stjórnvalda.

Að mati ESA tryggja íslensk lög ekki réttinn til að bera undir úrskurðaraðila hvort slíkt athafnaleysi samræmist ákvæðum laga eins og ákvæði tilskipunarinnar kveða á um.

 Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við rökstudda álitinu með nauðsynlegum aðgerðum innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

 Nánari upplýsingar veitir:

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS