Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Tilskipun um þrýstihylki fer fyrir dóm

12.7.2017

PR(17)22 – Icelandic version

EN | IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa máli gegn Íslandi til EFTA dómstólsins þar sem Ísland hefur ekki innleitt EES löggjöf um einföld þrýstihylki fyrir gastegundir innan tilskilinna tímamarka.

Judge„Það er hagsmunamál fyrir neytendur og atvinnulífið að tilskipanir sem leyfa hindranalausan flutning varnings innan Evrópu séu  innleiddar bæði rétt og á réttum tíma. Ef ekki njóta Íslendingar ekki að fullu þeirra réttinda sem EES samningurinn færir þeim,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.

Tilskipun 2014/29/ESB um samræmingu laga EES ríkja um einföld þrýstihylki á markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins tryggir meðal annars að einföld þrýstihylki samræmist grunnkröfum um öryggi og að tæknikröfur séu samræmdar.

Mikilvægt er að tryggja rétta innleiðingu og framkvæmd EES-réttar af hálfu Íslands, Liechtenstein og Noregs þannig að EFTA-ríkin njóti fulls ávinnings af EES-samningnum. Ísland hefur um árabil verið eftirbátur annarra ríkja þegar kemur að því að taka samþykkta EES löggjöf í landsrétt innan settra tímamarka, eins og fram kom í samanburðarskýrslu ESA nýverið.

Þegar ESA vísar málum til EFTA dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. Íslandi hefur áður verið veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka.


Nánari upplýsingar veitir:

Anne M. Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS