Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: ESA telur íslenska ríkið geta orðið skaðabótaskylt þegar dómar brjóta gegn EES-rétti

20.1.2016

PR(16)01 – Icelandic version

EN | IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög á Íslandi komi í veg fyrir að einstaklingar geti höfðað skaðabótamál gegn ríkinu þegar dómstólar fara ekki að EES-rétti. ESA komst að þessari niðurstöðu eftir rannsókn í tilefni kvörtunar frá aðila sem taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna rangrar túlkunar Hæstaréttar á EES-rétti.

Í rökstuddu áliti sem Eftirlitsstofnun EFTA gaf út í í dag er þess krafist að Ísland fylgi meginreglunni um skaðabótaábyrgð ríkis vegna brota á reglum EES-réttar, en sú meginregla tekur einnig til brota dómstóla. 

Þótt ríki geti borið skaðabótaábyrgð vegna dóma sem brjóta gegn reglum EES-réttar er sjálfstæði dómstóla ekki dregið í efa í niðurstöðu ESA. Hitt er heldur ekki dregið í efa að dómar eru endanlegir. Meginreglan um skaðabótaábyrgð ríkis krefst þess að bætur séu greiddar en ekki endurskoðunar á niðurstöðu dómsins.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við rökstudda álitinu með nauðsynlegum aðgerðum innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.


Documents

 

Nánari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187

Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS