Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Ísland fullnægir ekki skuldbindingum samkvæmt reglum um sameiginlega evrópska flugsvæðið

7.10.2015

PR(15)47 - Icelandic version

EN | IS

Eftirlitsstofnun EFTA sendi Íslandi í dag rökstutt álit þar sem Ísland hefur ekki uppfyllt ákvæði gildandi löggjafar um sameiginlega evrópska flugsvæðið að því er varðar þrjú aðskilin efni:

  • Til að tryggja að flugumferðarþjónusta sé veitt skyldar löggjöfin um sameiginlega evrópska flugsvæðið aðildarríkin til þess að tilnefna aðila sem ber ábyrgð á þjónustunni. Með tilnefningunni er tilteknum aðila falin ábyrgð á að veita flugumferðarþjónustu í afmörkuðu loftrými og ber aðildarríkinu sú lagalega skylda að skilgreina réttindi og skyldur þjónustuaðilans í því efni. 

  • Í löggjöfinni um sameiginlega evrópska flugsvæðið eru einnig reglur til að tryggja samvinnu milli deilda sem annast almennings- og herflug og bera ábyrgð á rekstrarstjórnun flugumferðar [1] í loftrými viðkomandi aðildarríkis. Ennfremur er ríkjum skylt að tryggja sveigjanlega notkun loftrýmis. Vegna þessara skuldbindinga ber aðildarríkjunum að koma á fót vinnuhópi [2] um stjórnun loftrýmis til að úthluta loftrými í samræmi við þau skilyrði og þá málsmeðferð sem við á.  

  • Loks er aðildarríkjum skylt að sjá til þess, að yfirvöld hafi nægilega getu til þess að tryggja eftirlit með öryggi allra aðila/stofnana sem starfa undir eftirliti þeirra. Í því felst að tryggja þarf nægjanlega fjármuni til þess að sinna eftirliti og aðgerðum sem skilgreind eru í viðkomandi löggjöf.


Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

 


[1] Samstillt stjórnun í lofti og á jörðu niðri (flugumferðarþjónustu, loftrýmisstjórnun og flæðisstjórnun flugumferðar) sem krafist er til að tryggja örugga og skilvirka hreyfingu loftfars á öllum stigum strafrækslu.

[2] Samkvæmt a-lið 2. mgr. 2. gr. reglugerðar (EB) nr. 2150/2005 merkir „vinnuhópur um stjórnun loftrýmis“ vinnuhóp sem ber ábyrgð á daglegri stjórnun loftrýmis sem er á ábyrgð eins eða fleiri aðildarríkja.
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS