Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn í fjórum málum

4.11.2015

PR(15)50 – Icelandic version

EN | IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa þremur málum til dómstólsins en ákveðið var að vísa einu máli gegn Íslandi til dómstólsins í síðustu viku. Öll málin varða gerðir sem hafa þegar verið teknar upp í EES-samninginn og Ísland er skuldbundið að lögum til þess að innleiða þær.

Um er að ræða tvær tilskipanir sem varða lyf: Tilskipun 2011/62 felur m.a. í sér nýjar ráðstafanir svo sporna megi gegn viðskiptum með fölsuð lyf, sem eru meiriháttar ógn við lýðheilsu og öryggi. Tilskipun 2012/26 miðar að því að efla heilsuvernd sjúklinga með því að greiða fyrir tafarlausum tilkynningum og mati á öryggismálum. EFTA-ríkjunum bar að innleiða báðar tilskipanirnar fyrir 1. júní 2014.

Þá er um að ræða Tilskipun 2012/46 sem breytir og uppfærir eldri tilskipun um ráðstafanir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum, t.d. eimreiða og handstýrðs tækjabúnaðar á borð við keðjusagir. EFTA-ríkjunum bar að innleiða tilskipunina fyrir 26. september 2014.

ESA ákvað í síðustu viku að visa Tilskipun 2011/77 til EFTA-dómstólsins en hún varðar höfundarrétt og lengir verndartíma listflytjenda og framleiðenda hljóðrita í 70 ár. Þannig öðlast þeir sambærilega vernd og höfundar. Í tilskipuninni eru  fleiri reglur sem miða að því að efla réttindi listflytjenda. EFTA-ríkjunum bar að samþykkja ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til innleiðingar á tilskipuninni fyrir 1. ágúst 2014.

 

Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hefur Ísland verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS