Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Íslenskar reglur um brottfararskatt brjóta í bága við EES-samninginn

11.11.2015

PR(15)55 – Icelandic version

EN | IS

Íslenskar skattareglur sem leggja tafarlausan skatt á óinnleystan hagnað íslenskra félaga og hluthafa við tilfærslu félaga frá Íslandi til annars EES-ríkis eru ekki í samræmi við EES-samninginn. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag.

Samkvæmt íslenskum skattareglum eru íslensk félög krafin um greiðslu skatts af öllum hagnaði tengdum eignum og hlutabréfum ef þau flytja frá Íslandi, skiptast yfir landamæri, eða færa eignir til notkunar fyrir utan íslenska skattlögsögu, jafnvel þó hagnaðurinn hafi aldrei verið innleystur. Það er álit ESA að krafa um tafarlausa greiðslu skattfjárhæðar, án þess að fyrirtækjum sé boðið að fresta greiðslunni, sé í andstöðu við EES-samninginn.

ESA er einnig þeirrar skoðunar að íslenskrar skattareglur brjóti í bága við stofnsetningarréttinn þar sem þær mæla fyrir um að félag, sem fengið hefur frest á greiðslu skattskuldar við millilandasamruna, skuli leggja fram bankatryggingu fyrir skattfjárhæðinni ef hin frestaða fjárhæð er umfram 50 milljónir. Að mati ESA er stjórnvöldum einungis heimilt að grípa til slíkra ráðstafana svo framarlega sem raunveruleg og sannanleg hætta sé á því að skattkrafan innheimtist ekki.

Rökstutt álit er annað skrefið í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.


Documents


Nánari upplýsingar veitir:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS