Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Óhæfileg töf á að innleiða reglur um flugelda á Íslandi

15.7.2015

PR(15)36 - Icelandic version

Fireworks in Reykjavik (©iStock.com/GISBA)

EN | IS

Ísland hefur enn ekki innleitt tilskipun 2007/23/EB um viðskipti með flugelda eins og skylt var að gera fyrir 1. nóvember 2012.  Þó liggur fyrir dómur EFTA-dómstólsins frá september 2014 um að Ísland hafi brotið í bága við EES-samninginn með því að draga innleiðingu tilskipunarinnar.

Tilskipuninni er ætlað að samræma reglur um viðskipti með flugelda á innri markaðnum í þeim tilgangi að tryggja almannaöryggi og vernda  neytendur.

Þótt Íslandi beri skylda til að hlíta úrlausn EFTA-dómstólsins hefur tilskipunin enn ekki verið innleidd. Því ákvað ESA í dag að senda frá sér rökstutt álit með það að markmiði að gefa Íslandi lokatækifæri til að bæta úr áður en ákveðið verður hvort stefna þurfi Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn á ný.

Rökstutt álit er annað skref í meðferð samningsbrotamáls. Hafi íslensk stjórnvöld ekki brugðist við innan tveggja mánaða getur ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Mr. Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. (+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS