Browse by year:


Internal Market

Ísland, Liechtenstein og Noregur bæta öll frammistöðu sína

7.3.2019

PR(19)05 – Icelandic version

EN | NO | IS | DE 

Ísland, Liechtenstein og Noregur hafa öll bætt frammistöðu sína við innleiðingu EES tilskipana og reglugerða. Noregur stendur sig best og Ísland viðheldur sögulega bestu frammistöðu sinni við innleiðingu tilskipana.

Þetta kemur fram í   43. frammistöðumati innra markaðssviðsEftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var í dag. Innleiðingarhallinn gefur til kynna hversu margar tilskipanir og reglugerðir EES ríkin hafa ekki innleitt á réttum tíma. ESA birtir þessar tölur og minnir ríkin á að halda innleiðingarhallanum undir 1 prósenti. Sein eða röng innleiðing getur orðið til þess að fólk og fyrirtæki njóta ekki réttinda sinna á EES svæðinu.

Nýja frammistöðumatið sýnir að: 

  • Ísland hefur bætt frammistöðu sína við innleiðingu tilskipana og er hallinn nú 0,5% sem jafnar sögulega bestu frammmistöðu Íslands en fjórar tilskipanir hafa ekki verið innleiddar. Hins vegar gerir ESA athugasemdir við vaxandi innleiðingarhalla reglugerða. Þær voru 25 en eru nú 35, sem er innleiðingarhalli upp á 1.1%. Flestar reglugerðirnar eru á sviði fjármálaþjónustu og þurfa íslensk stjórnvöld að bregðast sérstaklega við þessu.
  • Liechtenstein hefur ekki innleitt fimm tilskipanir og er innleiðingarhallinn þar 0,6 %. Allar tilskipanirnar tengjast útgáfu ökuskírteina og hafa beðið innleiðingar í tvö ár eða lengur.

  • Noregur stendur sig best með 0,1% innleiðingarhalla. Aðeins ein tilskipun hefur ekki verið innleidd að fullu. Noregur hefur jafnframt staðið sig vel þegar kemur að innleiðingu á reglugerðum og eru aðeins þrjár útafstandandi.

 Síðar á þessu ári mun ESA birta uppfært frammistöðumat þar sem borin verður saman frammistöða EFTA ríkjanna og annarra EES ríkja. Frammistöðumatið og frekari upplýsingar má finnahér.

Nánari upplýsingar veitir:

Ásta Sigrún Magnúsdóttir

Upplýsingafulltrúi
Sími: +32 2 286 18 78
Farsími: +32 490 57 63 59
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS