Browse by year:


Internal Market

Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að innleiða ekki tæknilegar reglur um vöruviðskipti

15.7.2015

PR(15)37 – Icelandic version

EN | IS

Ísland hefur ekki sinnt þeirri skyldu sinni að innleiða í landsrétt tvær tilskipanir um tæknilegar reglur varðandi vöruviðskipti.  Íslandi bar að innleiða báðar tilskipanirnar fyrir 28. júní 2014.  Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað því í dag að vísa málunum til EFTA-dómstólsins.

Málin varða annars vegar tilskipun 2011/88 um viðskipti með hreyfla og hins vegar tilskipun 2013/10 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi úðabrúsa.

Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hefur Ísland verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur til að koma á framfæri röksemdum sínum sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf.

 

Sé frekari upplýsinga óskað, vinsamlegast hafið samband við:

Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími (+32)(0)2 286 18 66
Farsími (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS