Browse by year:


Internal Market

Losun fjármagnshafta: Löggjöf um aflandskrónur í samræmi við EES-samninginn

23.11.2016

PR(16)53 – Icelandic version

EN   |  IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokið athugun á tveimur málum vegna kvartana varðandi íslenska löggjöf um eign á aflandskrónum. Lögin sem kvartanirnar snúa að eru liður í aðgerðum íslenskra stjórnvalda til að losa fjármagnshöft. ESA telur lögin vera í samræmi við EES-samninginn.

EES-samningurinn heimilar EES-ríkjunum að grípa til verndarráðstafana ef þau glíma við greiðslujöfnunarvanda. Efnahags- og peningastefna ríkjanna getur í slíkum tilvikum miðað að því að yfirstíga efnahagsþrengingar.

„ESA telur meðferð íslenskra stjórnvalda á aflandskrónum til ráðstafana sem samræmast EES-samningnum. Markmið laganna er að skapa grundvöll fyrir frjálst flæði íslensku krónunnar, sem á endanum mun gera Íslandi kleift að taka á ný fullan þátt í frjálsum fjármagnsflutningum,“ segir Frank J. Büchel, sem situr í stjórn ESA.

Ítarlegri upplýsingar

Í júní 2016 bárust ESA tvær kvartanir vegna lagasetningar um eign á aflandskrónum. Kvartanirnar byggðust á því að rök íslenskra stjórnvalda og tilvísun í verndarsjónarmið eigi sér ekki stoð miðað við núverandi efnahagsástand á Íslandi.

Þótt efnahagur íslenska ríkisins hafi styrkst á undanförnum árum telur ESA það ekki fela í sér að greiðslujöfnunarvandi Íslands hafi verið leystur.  Því sé enn ekki tryggt að ekki verði  óstöðugleiki í kjölfar afnáms hafta. Standi EES-ríki frammi fyrir greiðslujöfnunarvanda eða sé alvarleg hætta á að örðugleikar skapist, hafa stjórnvöld og löggjafinn talsvert svigrúm til að grípa til verndarráðstafana.

ESA telur að lagasetningin falli innan þessa svigrúms og hefur því ákveðið að loka málunum.

Ákvörðunina má nálgast í heild sinni hér

Nánari upplýsingar veitir:

Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS