Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Bæta þarf eftirlit með lyfjaleifum í dýrum og dýraafurðum á Íslandi

29.4.2016

PR(16)18 – Icelandic version

EN IS 

Úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í febrúar sl. leiddi í ljós að opinbert eftirlit með lyfjaleifum í dýrum og dýraafurðum á Íslandi uppfyllir ekki kröfur EES-samningsins að fullu. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu sem ESA birti í dag.

Algengt er að dýralyf séu afhent án tilskilinna lyfseðla og að eftirliti með notkun lyfja í landbúnaði sé ábótavant. Þó hefur að nokkru leyti verið brugðist við ábendingum ESA eftir hliðstæða úttekt sem gerð var árið 2011. Helst ber að nefna rafrænan gagnagrunn sem gerir eftirlitsaðilum kleift að hafa skilvirkara eftirlit með notkun dýralyfja.

 Megintilgangur landsáætlunar um vöktun lyfjaleifa í búfjárafurðum er að tryggja að neytendur verði ekki fyrir skaða vegna lyfjaleifa í matvælum. Ísland sendir ESA árlega áætlun um fyrirhugaðar sýnatökur sem og niðurstöður mælinga á lyfjaleifum. Þótt landsáætlun Íslands um vöktun lyfjaleifa hafi batnað á síðustu árum eru enn á henni vankantar, til dæmis hvað varðar tíðni sýnataka og val á efnum sem mæla á í sýnunum. Til að tryggja skilvirkni landsáætlunarinnar þarf að bæta samstarf milli opinberra aðila við áætlanagerð og eftirlit með innleiðingu landsáætlunar.  Þá þarf að dreifa sýnatöku jafnar yfir árið og tryggja eftirfylgni ef lyf eða önnur aðskotaefni mælast.  

 Í skýrslu ESA má finna ábendingar til að bæta úr þessum annmörkum og efla opinbert eftirlit með lyfjaleifum á Íslandi.  Ísland hefur tekið athugasemdirnar sem settar eru fram í skýrslu ESA til greina og lagt fram tímasetta aðgerðaáætlun sem nú er til skoðunar hjá ESA. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka skýrslunnar.

 Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.

 Nánari upplýsingar veitir:

 Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS