Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Bæta þarf eftirlit með rekjanleika og notkun aukefna í kjötvörum

5.4.2017

PR(17)13 – Icelandic version

EN | IS 

Ísland þarf að bæta eftirlit með rekjanleika og notkun aukefna í kjötvörum. Þetta kom fram í eftirlitsferð Eftirlitsstofnunar EFTA ( ESA) á Íslandi dagana 28. nóvember til 7. desember 2016.
Tilgangur eftirlitsferðarinnar var að kanna hvort opinbert eftirlit, sem er á ábyrgð Matvælastofnunar (MAST) og heilbrigðis-eftirlits sveitarfélaga (heilbrigðiseftirlitið), sé í samræmi við EES löggjöf. Var sérstaklega farið yfir rekjanleika, notkun aukefna og merkinga á kjöti og vörum sem innihalda kjöt.

Food

Með rekjanleika er átt við að unnt sé að rekja feril matvæla gegnum alla framleiðslukeðjuna. Rekjanleiki, ásamt réttri notkun aukefna og skýrum og nákvæmum neytendamerkingum á matvælum, er mikilvægur þáttur til að tryggja matvælaöryggi.

Í skýrslu ESA, sem birt er í dag, kemur fram að þótt opinbert eftirlitskerfi sé til staðar, þá tryggir það ekki í öllum tilfellum fullnægjandi skráningu fyrirtækja sem vinna kjöt.  

ESA kannaði virkni eftirlits MAST og heilbrigðiseftirlitsins með heimsókn til tíu matvælafyrirtækja á Íslandi. Flest fyrirtækjanna voru með virkt rekjanleikjakerfi eða voru að þróa slík kerfi, en í ljós kom að sum fyrirtækjanna gátu ekki tryggt að fullu rekjanleika allra innihaldsefna sem notuð voru í framleiðslunni. Í skýrslunni er einnig bent á bæta þarf þjálfun eftirlitsaðila og leiðbeiningar varðandi eftirlit með rekjanleika og merkingar vara til neytenda.

Í eftirlitsferðinni voru valdar vörur af handahófi úr verslunum og eftirlitsaðilum, MAST og heilbrigðiseftirlitinu, var falið að rekja uppruna innihaldsefna í hverju skrefi framleiðslunnar. Niðurstöður voru í sumum tilfellum ófullnægjandi þar sem ekki var hægt að rekja að fullu innihaldsefni vörunnar í hverju skrefi framleiðslunnar.

Í skýrslu ESA, sem finna má hér ,eru ábendingar hvernig má bæta úr þessum annmörkum og efla opinbert eftirlit með rekjanleika og notkun aukefna á Íslandi. Ísland hefur fallist á athugasemdirnar og lagt fram tímasetta aðgerðaáætlun sem nú er til skoðunar hjá ESA. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka skýrslunnar.

Skýrsluna má finna hér

Nánari upplýsingar veitir:

Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS