Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Innra úttektakerfi Íslands uppfyllir EES löggjöf

11.4.2018

PR(18)11 - Icelandic version

EN | IS

Eftirlitsferð Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í janúar varðandi innra úttektakerfi á opinberu eftirliti með matvælum, fóðri, heilbrigði og velferð dýra á Íslandi skilaði jákvæðum niðurstöðum.  

EES löggjöf kveður á um að opinberar stofnanir sinni slíku eftirliti og að lögbær yfirvöld skuli annast innri úttektir á opinberu eftirliti til að tryggja að markmiðum löggjafarinnar sé náð. Niðurstöður ESA er að núverandi úttektarkerfi uppfylli kröfur EES samningsins.

Samkvæmt niðurstöðum ESA er innra úttektarkerfið á Íslandi trúverðugt og byggt á gagnsæjum verklagsreglum. Skipulag og skjalfesting úttekta er fullnægjandi en bæta má áhættumat við gerð úttektaráætlana og sannprófun á hvort opinbert eftirliti nái settum  markmiðum. Tryggt er að til viðeigandi ráðstafana sé gripið í ljósi niðurstaðna innri úttekta en skortur er á úrræðum til eftirfylgni ef úttektarþegar fara ekki að tilmælum.  

Ísland hefur tekið athugasemdirnar sem settar eru fram í skýrslu ESA til greina og lagt fram tímasetta aðgerðaáætlun sem nú er til skoðunar hjá ESA. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka skýrslunnar.

Nánari upplýsingar veitir:

Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS