Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Ný landsskýrsla ESA fyrir Ísland

1.2.2017

PR(17)05 – Icelandic version

EN   |   IS

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent frá sér uppfærða landsskýrslu fyrir Ísland. Skýrslan byggir á upplýsingum úr eftirlitsferð stofnunarinnar á Íslandi í september 2016.

Í langflestum tilfellum hefur Ísland brugðist við tilmælum ESA um úrbætur á fullnægjandi hátt en áfram verður fylgst með framvindu mála þar sem úrbótum er ekki lokið.

Í landsskýrslunni er yfirlit yfir þau opinberu eftirlitskerfi á Íslandi sem tryggja eiga öryggi matvæla og fóðurs og dýraheilbrigði. Í landsskýrslunni er einnig yfirlit um viðbrögð íslenskra yfirvalda við tilmælum um úrbætur sem voru til skoðunar í eftirlitsferðinni í september 2016.

 Til að auka gagnsæi og einfalda upplýsingagjöf er landsskýrslan í tveimur hlutum:

Kafli 1 lýsir heildarskipulagi opinbers eftirlits á Íslandi og stjórnsýslulegri uppbyggingu þeirra eftirlitskerfa sem ætlað er að tryggja öryggi matvæla, fóðurs og dýraheilbrigði.

Kafli 2 er yfirlit yfir eftirlitsferðir ESA til Íslands frá júní 2010. Gerð er grein fyrir viðbrögðum við þeim tilmælum ESA sem sérstaklega var farið yfir í ferðinni sem farin var til eftirfylgni í september 2016.

Hlutverk ESA er að sannprófa að eftirlit, sem tryggja á öryggi matvæla og fóðurs auk dýraheilbrigði, sé virkt á Íslandi og í Noregi. Uppfærð landsskýrsla fyrir Noreg verður birt fljótlega og byggist á sambærilegri eftirlitsferð stofnunarinnar til Noregs í nóvember 2016.

Nánari upplýsingar veitir:

Anne Vestbakke
Samskiptastjóri
Sími: +32 2 286 18 66
Farsími: +32 490 57 63 53
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS