Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Eftirlit með sjávarafurðum er á réttri leið

2.2.2016

PR(16)05 – Icelandic version

EN | IS

Úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA síðla í októbermánuði leiddi í ljós umtalsverðar framfarir í opinberu eftirliti með sjávarafurðum á Íslandi. Að mestu leyti hafði verið brugðist við athugasemdum í skýrslu sem ESA gaf út eftir hliðstæða úttekt á árinu 2010.

Helstu niðurstöður úttektarinnar, sem ESA birtir í skýrslu sinni í dag, eru að Matvælastofnun (MAST) hefur sett upp eftirlitskerfi í samræmi við löggjöf Evrópska Efnahagsvæðisins (EES). Til að styrkja framkvæmd íslenskrar löggjafar og til frekari leiðsagnar hafa jafnframt verið gefin út fyrirmæli og leiðbeiningar.

Annmarka varð vart á eftirfarandi sviðum þótt almennt sé framkvæmd fullnægjandi:

  • Í einstaka tilvikum var viðurkenning á starfstöðvum ekki í fullu samræmi við EES löggjöf;

  • Dæmi voru um að MAST treysti eingöngu á innra eftirlit framleiðanda þar sem opinbers eftirlits er krafist, t.d.við  töku vatnssýna á vinnslusvæðum.

  • Hefðbundið verklag við þurrkun á fiski utandyra hafði ekki verið tilkynnt formlega til ESA.

MAST hefur tekið athugasemdirnar sem settar eru fram í skýrslu ESA til greina og lagt fram tímasetta aðgerðaráætlun sem nú er til skoðunar hjá ESA. Áætlunin og athugasemdir íslenskra stjórnvalda koma fram í viðauka skýrslunnar.

Lokaskýrsluna má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir:
Andreas Kjeldsberg Pihl
Upplýsingafulltrúi
Sími. +32 2 286 18 66
Farsími. +32 492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS