Browse by year:


Internal Market

Starfsmenn erlendra fyrirtækja: Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn

16.6.2010

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn

ESA telur að lög frá árinu 2007[1] um skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn sína til tímabundinna starfa á Íslandi samræmist hvorki ákvæðum EES-samningsins um frjálsa þjónustustarfsemi né ákvæðum tilskipunar um útsenda starfsmenn.[2]


Samkvæmt lögunum ber fyrirtækjum sem falla undir lögin, þ.m.t. erlendum byggingafyrirtækjum og starfsmannaleigum, að veita ákveðnar upplýsingar um sig og þá starfsmenn sem þau sem hyggjast senda til Íslands. ESA fellst á réttmæti slíkrar upplýsingaskyldu, en telur ýmsa þætti hennar ganga lengra en nauðsyn krefur. Brjóti lögin af þeim sökum í bága við ákvæði EES-samningsins um frjálsa þjónustustarfsemi.

Stofnunin telur jafnframt að sú ákvörðun að láta ákvæði íslenskra laga og kjarasamninga um laun í veikindaforföllum og slysatryggingar ná til erlendra starfsmanna sem vinna tímabundið á Íslandi brjóta í bága við fyrrnefnda tilskipun. Geri tilskipunin almennt ráð fyrir því að um slík réttindi fari samkvæmt lögum og/eða kjarasamninga í heimaríkjum hinna erlendu starfsmanna. Þau réttindi fylgi þeim þann tíma sem þeir eru við störf á Íslandi.

ESA sendi Íslandi áminningu vegna þessa máls í mars 2009 og rökstutt álit í nóvember. Í svari íslenskra stjórnvalda kemur fram að þau fallist á álit stofnunarinnar hvað varðar upplýsingaskyldu erlendra fyrirtækja. Frumvarp um breytingu á lögunum þar sem lagt er til að dregið verði úr umfangi þessarar skyldu var samþykkt á Alþingi 15. júní 2010. Eftir þær breytingar telur ESA að lögin samrýmist að þessu leyti ákvæðum EES-samningsins og er þeim þætti málsins því lokið.

Íslensk stjórnvöld hafa á hinn bóginn lýst því yfir að þau séu ósammála niðurstöðu stofnunarinnar hvað varðar túlkun hennar á tilskipuninni um útsenda starfsmenn. Í ljósi þessa, hefur Eftirlitstofnunin ákveðið að vísa þeim þætti málsins til EFTA-dómstólsins.

 

Nánari upplýsingar veitir:


Mr. Xavier Lewis
Director
Legal & Executive Affairs
Tel.: (+32)(0)2 286 1830[1] Lög nr. 45/2007 um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra.

[2] Tilskipun 96/71 um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS