Browse by year:


Internal Market

Eftirliti með skelfiskframleiðslu á Íslandi mjög ábótavant

6.8.2010

Framleiðsla og sala á lifandi skelfiski sem framleiddur er á Íslandi var ekki  í samræmi við ýmis skilyrði í löggjöf EES.[1] Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofununar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.

 

Skoðunarmenn ESA gerðu alvarlegar athugasemdir við framkvæmd opinbers eftirlits og bentu á verulega annmarka á innra eftirliti og hreinlæti í vinnslustöðvum. Athugasemdir voru meðal annars gerðar við að:

-         skelfiskur (og ígulker) hafi verið settur á markað án þess að haft væri eftirlit með mengun af völdum allra
          lífrænna eiturefna sem krafist er að haft sé eftirlit með í EES reglum;

-         skelfiskur (og ígulker) hafi í sumum tilfellum verið settur á markað án þess að fram færi prófun með tilliti til
          örvera og aðskotaefna í samræmi við kröfur EES reglna;

-         í sumum tilfellum hafi skelfiskur af ræktunarsvæði sem ekki var opið til skelfisktekju verið settur á markað og
          án frekara eftirlits;

-         á sumum stöðum hafi vatn sem notað var við vinnslu skelfisks ekki verið efnagreint í samræmi við kröfur í
         
löggjöf um drykkjarvatn;

-         sum framleiðslufyrirtækjanna sem könnuð voru uppfylltu ekki hreinlætisviðmið og innra eftirlit var
          ófullnægjandi. 
 

Í ljósi þessa taldi ESA auknar líkur á að neytendur yrðu fyrir eitrun af völdum lífrænna eiturefna eða væri boðinn skelfiskur sem hugsanlega væri mengaður af örverum eða óæskilegum aukefnum.    

Athugasemdir Matvælastofnunar og tilkynning um úrbætur eru birtar með skýrslunni, sem nálgast má hér

Skýrslan var unnin í kjölfar reglubundinnar skoðunarferðar sem farin var í samræmi við árlega skoðunaráætlun ESA. Ferðin var frá 21. júní til 1. júlí 2010 og sneri að fæðuöryggi með áherslu á framleiðslu skelfisks, sjávarsnigla og ígulkera. Í skýrslunni eru settar fram tillögur að úrbótum í samræmi við EES reglur. 

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Mr. Ólafur Valsson
aðstoðarframkvæmdastjóri
Innri markaðssvið
sími (+32)(0)2 286 18 68[1] Reglugerðir (EB) nr. 852/2004, 853/2004, 854/2004 og 882/2004 sem tóku gildi á Íslandi 1. maí 2010, sem hluti heildstæðra reglna um heilnæmi matvæla.

 
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS