Browse by year:


Internal Market

Bætt eftirlit með innflutningi á afurðum dýra

13.10.2010

PR(10)56 - Icelandic version
Eftirlit Matvælastofnunar með innflutningi á dýraafurðum hefur batnað ef bornar eru saman niðurstöður skoðunarferðar nú og ferðar sem farin var í janúar 2009. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnuar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.


Skýrslan var unnin í kjölfar reglubundinnar skoðunarferðar sem farin var til Íslands 17.-21. maí 2010 og sneri að beitingu EES löggjafar um landamærastöðvar og eftirlit með innflutningi dýraafurða.

Meginniðurstaða skýrslunnar er að með bættri þjálfun starfsfólks sem starfar við eftirlitið eru  ákvarðanir um leyfi til innflutnings dýraafurða almennt í samræmi við skilyrði EES löggjafarinnar.

Í ljósi athugasemda eftirlitsmannanna sendi ESA ellefu tilmæli um úrbætur til íslenskra stjórnvalda. Nokkrar helstu athugasemdirnar sneru að eftirfarandi:

Sjávarafurðir sem sendar eru til Íslands frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins gangast ekki allar undir lögbundna heilbrigðisskoðun á landamærastöðvum áður en þær eru fluttar inn í landið.

Eftirlitsmenn ESA gerðu einnig athugasemdir við að dýrafóður sem inniheldur sjávarafurðir gekkst ekki undir heilbrigðisskoðun á landamærastöðvum. Ástæða þess er að Matvælastofnun greindi ekki á milli dýrafóðurs sem inniheldur sjávarafurðir og annars dýrafóðurs.

Samkvæmt verklagsreglum íslenskra tollgæsluyfirvalda um umflutning (transit) vöru þá þurfa dýraafurðir ekki að gangast undir heilbrigðisskoðun á landamærastöðvum áður en heimilt er að flytja þær landleiðina frá einni tollstöð til annarrar. Slíkt samræmist ekki reglum EES-réttar.

Landamærastöðvar fá enn ekki upplýsingar frá Tollstjóra um væntanlegar vörusendingar til Íslands og Matvælastofnun hefur ekki beinan aðgang að gagnagrunni Tollstjóra eða nauðsynlegra upplýsinga úr honum.

Skýrsluna má nálgast hér

Nánari upplýsingar veitir:  

Ólafur Valsson
aðstoðar framkvæmdastjóri
Innri markaðssvið
Sími (+32)(0)2 286 18 68 / (+32)(0)479 33 30 25

 
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS