Browse by year:


Internal Market

Icesave: Íslandi ber að tryggja greiðslu á lágmarkstryggingu til breskra og hollenskra sparifjáreigenda

10.6.2011

PR(11)37 - Icelandic version
Íslandi ber að tryggja innstæðueigendur í Icesave í Hollandi og Bretlandi fái greiddar að lágmarki 20.000 evrur í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar.[1]  Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var Íslandi í dag.


Eftirlitsstofnun EFTA hefur það hlutverk að tryggja að Ísland, Noregur og Liechtenstein uppfylli skyldur sínar samkvæmt EES samningnum. Tilskipun um innstæðutryggingar er hluti af þeim samningi. Samkvæmt tilskipuninni bar Íslandi að tryggja hverjum sparifjáreigenda 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans, og útibúa hans í Bretlandi og Hollandi, í oktober 2008.

Þó að bresk og hollensk stjórnvöld hafi á sínum tíma brugðist við og greitt flestum sparifjáreigendum í útibúum Icesave í Hollandi og Bretlandi, þá breytir það ekki því að samkvæmt tilskipuninni bar Íslandi að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar til hvers innistæðueiganda að lágmarki 20.000 evrur.

Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave í Bretlandi og Hollandi.

Íslenskum stjórnvöldum var í maí 2010 sent áminningarbréf þar sem Eftirlitsstofnunin gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ísland svaraði með bréfi dagsettu 2. maí 2011 þar sem því er mótmælt að Íslandi beri samkvæmt tilskipuninni að tryggja greiðslu lámarkstryggingar til innistæðueigenda í Icesave í Bretlandi og Hollandi.

Eftirlitsstofnunin hefur farið vandlega yfir svör Íslands. Eftirlitsstofnunin er ekki sammála Íslandi og stendur við afstöðu sína.

Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur gengist undir með aðild sinni að EES-samningnum. Íslandi ber að tryggja greiðslur til allra sparifjáreigenda samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipun um innstæðutryggingar og án mismununar“, segir Mr Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Íslensk stjórnvöld gerðu greinarmun á innstæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru fluttar í nýju bankana, þ. á m. Nýja Landsbankann. Innstæðeigendur í erlendum útibúum höfðu hins vegar ekki aðgang að reikningnum sínum og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipunin mælir fyrir um. Tilskipunin kveður á um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þ.a.l. ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í Icesave.

Ísland fær þrjá mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að fara að álitinu. Fari Ísland ekki að álitinu, getur ESA ákveðið að leggja málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Rökstutt álit ESA má nálgast hér

 

Svarbréf Íslands frá 2. maí 2011 má nálgast hér

 

Áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010 má nálgast hér

 

Q & A

 

Frekari upplýsingar veita:

Xavier Lewis
Director Legal & Executive Affairs
Sími: Sími: (+32)(0)2 286 18 30

 

Trygve Mellvang-Berg,
Fjölmiðlafulltrúi ESA
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Farsími: (+32)(0) 492 900 187

 [1] Directive 94/19/EC
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS