Browse by year:


Internal Market

Ólögmætar takmarkanir á rétti farandlaunþega til atvinnuleysibóta á Íslandi og í Noregi

30.6.2011

PR(11)42 - Icelandic version
Ísland og Noregur verða að breyta ákvæðum í löggjöf sinni er varða skilyrði fyrir rétti farandlaunþega, sem einungis starfa í stuttan tíma á vinnumarkaði í ríkjunum áður en þeir verða atvinnulausir, til atvinnuleysisbóta. Þetta er niðurstaða rökstuddra álita Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem send voru til Íslands og Noregs í gær.


Samkvæmt EES-samningnum mega Ísland og Noregur ekki setja það sem skilyrði að farandlaunþegi starfi í tiltekin tíma á vinnumarkaði í ríkinu til að tryggingatímabil í öðrum EES ríkjum verði tekin til greina við ákvörðun um rétt til atvinnuleysisbóta.[1] Samkvæmt norsku löggjöfinni þarf farandlaunþegi að hafa verið í fullu starfi í Noregi í 8 af 12 vikum áður en hann verður atvinnulaus. Á Íslandi gildir sambærileg regla, en þar er þess krafist að farandlaunþegi sé í fullu starfi í einn mánuð á Íslandi áður en hann verður atvinnulaus. Þessi ákvæði hafa þær afleiðingar að farandlaunþega sem er sagt upp störfum á þessum tímabilum fengi ekki atvinnuleysisbætur frá neinu EES ríki.

Bæði Ísland og Noregur hafa haldið því fram að ákvæðin séu ætluð til að verjast bótasvikum. Samkvæmt ákvæðum EES-réttar ber hins vegar að takast á við hugsanleg bótasvik í hverju máli fyrir sig. Almenn regla sem kemur í veg fyrir að farandlaunþegar fái réttmætar bætur er ekki í samræmi við ákvæði EES-réttar.

Rökstutt álit er annað stig í samningabrotamálum ESA vegna brota á ákvæðum EES-réttar. Ef Ísland og Noregur fara ekki eftir álitunum, getur ESA ákveðið að leggja málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Frekari upplýsingar veitir:

 

Trygve Mellvang-Berg,
Upplýsingafulltrúi ESA
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Farsími: (+32)492 900 187

 

Bernhard Zaglmayer,
Fulltrúi
Innri markaðssvið  
sími (+32)(0)2 286 18 85[1] Sjá reglugerð nr. 1408/71 frá 14. júní 1971, um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS