Browse by year:


Internal Market

Annmarkar á matvælaeftirliti heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga

25.8.2011

PR(11)61 - Icelandic version

Eftirlit og eftirfylgni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga var ábótavant í nokkrum tilvikum. Þetta er megin niðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.

Skýrslan var unnin í kjölfar reglubundinnar skoðunarferðar sem farin var til Íslands 28. febrúar til 4. mars 2011.

Tilgangur skoðunarinnar var að staðreyna að opinbert eftirlit með hollustuháttum matvæla og innflutningi á matvælum, sem ekki eru af dýrauppruna, væri í samræmi við ákvæði EES-samningsins.

Þrátt fyrir að samræming og samvinna milli Matvælastofnunar (MAST) og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga væri almennt talin skilvirk þá voru nokkrir annmarkar á því eftirliti sem framkvæmt var af heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna:

  • Opinbert matvælaeftirlit í fyrirtækjum var ekki alltaf unnið í samræmi við skjalfestar verklagsreglur og eftirlit ekki alltaf skráð.
  • Kröfum vegna úrbóta var ekki alltaf fylgt eftir t.d varðandi innra eftirlit og almenna hollustuhætti í fyrirtækjum.  
  • Förgun/endursending vöru sem ekki uppfyllti reglur var í sumum tilvikum ekki stafest.

Ákvæði nýrrar EES-löggjafar um innflutning á matvælum sem eru ekki af dýrauppruna hafði ekki verið að fullu innleidd í íslenskan rétt.

Í skýrslunni er tilmælum beint til íslenskra yfirvalda um að laga þá annmarka sem fundust og til að bæta eftirlitskerfið sem þegar er til staðar.

Í svari íslenskra yfirvalda við drögum að skýrslunni er tímasett úrbótaáætlun. Svarið fylgir með skýrslunni.

Skýrsluna má nálgast hér.

 

Nánari upplýsingar veita:

 

Janne Britt Krakhellen
aðstoðarframkvæmdastjóri
Innri markaðssvið
Sími (+32)(0)2 286 18 77 

Trygve Mellvang-Berg
upplýsingafulltrúi ESA
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Fàrsimi: (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS