Browse by year:


Internal Market

Bætt eftirlit með skelfisksframleiðslu á Íslandi

25.8.2011

PR(11)62 - Icelandic version

Framleiðsla og sala lifandi skelfisks sem framleiddur er á Íslandi var almennt í samræmi við skilyrði í löggjöf EES. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.

Skýrslan var unnin í kjölfar skoðunarferðar sem farin var til Íslands 23. – 27. maí 2011  til að fylgja eftir fyrri kröfum um úrbætur á eftirliti með framleiðslu lifandi skelfisks.

Skoðunin staðfesti að íslensk yfirvöld fóru að tilmælum ESA um úrbætur sem gerð voru eftir reglubundna skoðunarferð sem farin var til Íslands árið 2010.

Opinbert eftirlit og vinnsluaðferðir framleiðanda eru nú almennt í samræmi við ákvæði löggjafarinnar.

Lifandi skelfiskur framleiddur á Íslandi uppfyllir almennt þau lagaskilyrði sem sett eru um ræktun og sölu þessara afurða.

Það er hins vegar enn þörf á úrbótum á:

  • Opinberri sýnatöku úr lifandi og unnum skelfiski.
  • Tilnefningu rannsóknarstofa sem sjá um opinbert eftirlit með skelfiski.
  • Eftirfylgni með almennrum heilbrigðiskröfum í framleiðslufyrirtækjum.
  • Eftirliti með unnum sæbjúgum sem veidd eru utan skilgreindra svæða.

Samkvæmt svari íslenskra stjórnvalda við drögum að skýrslu ESA mun Matvælastofnun, MAST, ljúka nauðsynlegum úrbótum á þessu ári.

Skýrsluna má nálgast hér.

 

Nánari upplýsingar veita:  

Janne Britt Krakhellen
aðstoðarframkvæmdastjóri
Innri markaðssvið
Sími (+32)(0)2 286 18 77 

Trygve Mellvang-Berg
upplýsingafulltrúi ESA
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Fàrsimi: (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS