Browse by year:


Internal Market

Icesave: Íslandi stefnt fyrir EFTA dómstólinn

14.12.2011

PR(11)79 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að leggja mál Íslands vegna brota á tilskipun um innstæðutryggingar[1] fyrir EFTA dómstólinn.

Samkvæmt tilskipuninni bar Íslandi að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar til hvers Icesave sparifjáreigenda að lágmarki 20.000 evrur. Nú eru rúmlega þrjú ár liðin og Ísland hefur ekki enn uppfyllt skyldur sínar.

Tilskipunin leitast við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verða gjaldþrota. Bankakerfið byggir á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi.

Þann 10. maí 2010 sendi ESA Íslandi áminningarbréf og gaf stjórnvöldum tækifæri til að gera grein fyrir afstöðu sinni. Eftir að hafa farið vandlega yfir svör íslenskra stjórnvalda í maí 2011 sendi ESA Íslandi rökstutt álit þann 10. júní 2011. Tilgangur þess var að veita  stjórnvöldum tækifæri á að uppfylla skyldur sínar samkvæmt tilskipuninni.

Ísland hefur svarað rökstuddu áliti ESA en brýtur enn gegn skyldum sínum samkvæmt tilskipuninni.

ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar“, ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Þrotabú Landsbankans er byrjað að greiða kröfur innstæðueiganda. Samkvæmt upplysingum frá íslenskum stjórnvöldum verða umræddar kröfur ekki greiddar að fullu fyrir lok ársins 2013.

Einn megintilgangur tilskipunarinnar er að forðast að innstæðueigendur þurfi að sæta því að leita réttar síns við þrotabúskipti. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að innstæðueigendur glötuðu aðgangi að reikningum sínum og kröfur hafa ekki enn verið greiddar að fullu. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fara að ákvæðum tilskipunarinnar um innstæðutryggingar“ segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA.

Málið verður nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þarf Ísland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið er.

  • Nánar upplýsingar um aðdraganda málsins má nálgast hér.
  • Nýtt: Stefnu ESA til EFTA dómstólsins má nálgast hér.
  • Svarbréf Íslands frá 30. september 2011 má nálgast hér.
  • Rökstutt álit ESA má nálgast hér.
  • Svarbréf Íslands frá 2. maí 2011 má nálgast hér.
  • Áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010 má nálgast hér.

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Fjölmiðlafulltrúi ESA
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Farsími: (+32)(0) 492 900 187


[1] Tilskipun 94/19/EB
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS