Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Annmarkar á eftirliti með kjöt- og mjólkurvörum

2.5.2012

PR(12)22 - Icelandic version

Herða þarf opinbert eftirlit á Íslandi til að tryggja að kjöt og mjólk innihaldi ekki efnaleifar af dýralyfjum. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.


ESA gerði úttekt í desember 2011 til að staðreyna að opinbert eftirlit með efnaleifum og aðskotaefnum í lifandi dýrum og dýraafurðum, sem og eftirlit með dýralyfjum, sé í samræmi við ákvæði EES-samningsins.

 Meðal helstu annmarka sem fundust í hinu opinbera eftirlitskerfi eru:

  • Dýralæknar gefa ekki út lyfseðla. Þetta leiðir til þess að bændur skortir skriflegar upplýsingar um biðtíma, það er þann tíma sem það tekur lyf að hverfa úr líkama dýra. Fyrr er ekki leyfilegt að mjólka eða slátra þeim;
  • Í skoðunarferðinni fannst tilvik þar sem kú var gefin sýklalyf en eigi að síður slátrað áður en biðtími lyfjanna var liðinn;
  • Sláturhús hafa ekki alltaf upplýsingar eða nota verkferla til að tryggja að dýrum, sem hafa verið gefin lyf, sé ekki slátrað áður en biðtími er liðinn;
  • Enn hafa engar skoðanir farið fram á sauðfjár- og hestabýlum í tengslum við notkun og dreifingu dýralyfja. Stór huti dýralækna hefur ekki sætt neinu eftirliti stjórnvalda;
  • Dýralæknar afhenda lyf til bóndabæja og eru um leið ábyrgir fyrir opinberu eftirliti á notkun þess. Þetta gæti hugsanlega valdið hagsmunaárekstri;
  • Annmarka er að finna í skipulagi og vinnu rannsóknarstofa, meðal annars er notast við aðferðafræði sem er ekki viðurkennd eða fullgild og getur haft í för með sér ónákvæmar niðurstöður.

 

Matvælastofnun hefur tekið annmarkana til skoðunar og hafið vinnu við að bregðast við þeim flestum. Í svari stofnunarinnar við skýrsludrögum má finna yfirlit yfir aðgerðir, sem gripið hefur verið í til að leiðrétta þá annmarka sem eru nefndir í skýrslunni. Svar Matvælastofnunar má finna í viðauka við skýrsluna.

 

Skýrsluna má nálgast hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Trygve Mellvang-Berg
upplýsingafulltrúi ESA
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Fàrsimi: (+32)(0)492 900 187

 
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS