Browse by year:


Internal Market

Ísland verður að styrkja reglur um jafnrétti karla og kvenna á vinnumarkaði

20.6.2012

PR(12)33 - Icelandic version

Ísland verður að styrkja reglur um jafnrétti kynjanna til samræmis við gildandi tilskipun um jöfn tækifæri og jafna meðferð karla og kvenna á vinnumarkaði.[1] Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag.

Tilskipunin kveður á um jafnrétti karla og kvenna í tengslum við (a) aðgang að störfum, (b) starfskjör, þ.m.t. laun og (c) almannatryggingar. Hún skilgreinir sömuleiðis nokkur hugtök sem þýðingu hafa við framkvæmd ofangreindra reglna.

Tilskipuninni hefur verið hrint í framkvæmd á Íslandi á grundvelli laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. ESA kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að lögin endurspegli ekki nægilega vel orðalag þeirra hugtaka sem tilskipunin hefur að geyma, þ.m.t. hvað telst bein mismunun og kynferðisleg áreitni. Af þessu leiðir að launafólk á íslenskum vinnumarkaði getur undir vissum kringumstæðum farið á mis við þá réttarvernd sem tilskipunin leggur grunn að.

Í viðræðum um málið hafa íslensk stjórnvöld í öllum meginatriðum fallist á ábendingar ESA. Nauðsynlegar lagabreytingar hafa hins vegar ekki enn verið samþykktar.

Rökstudda álitið telst loka aðvörun í málinu. ESA getur ákveðið að leggja málið fyrir EFTA dómstólinn ef Ísland fer ekki að álitinu innan tveggja mánaða frá móttöku þess.


Nánari upplýsingar veitir:

Mr. Trygve Mellvang-Berg
Fj
ölmiðlafulltrúi ESA
sími. (+32)(0)2 286 18 66

farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS