Browse by year:


Internal Market

Fjármálaþjónusta: Ísland þarf að herða lög varðandi markaðsmisnotkun

4.7.2012

PR(12)41 - Icelandic version

Ísland þarf að herða lög sem ætlað er að koma í veg fyrir innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag.


Markmið tilskipunar um markaðsmisnotkun[1] er að endureisa markaði sem fjárfestar og almenningur geta treyst. Reglur um innherjaviðskipti og upplýsingagjöf eru lykilatriði í tilskipuninni. Ísland hefur hins vegar ekki enn innleitt að fullu ákvæði hennar um skilvirka og fullnægjandi dreifingu innherjaupplýsinga til almennings.

Með tilskipuninni er stigið stórt skref í þá átt að samþætta fjármálamarkaði á Evrópska efnhagssvæðinu (EES) sem fjárfestar og almenningur geta treyst. Aukin trú fjárfesta og almennings á þeim leikreglum sem gilda um fjármálamarkaðinn er forsenda hagvaxtar og verðmætasköpunar. Samræmdar reglur á þessu sviði hafa jafnframt í för með sér verulegan efnahagslegan ábata.

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á athugasemdir ESA og upplýst að viðeigandi lagabreytingar verði gerðar fyrir árslok 2012.

Rökstudda álitið telst loka aðvörun í málinu. ESA getur ákveðið að leggja málið fyrir EFTA dómstólinn ef Ísland fer ekki að álitinu innan tveggja mánaða frá móttöku þess.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Mr. Trygve Mellvang-Berg
Fjölmiðlafulltrúi ESA
sími. (+32)(0)2 286 18 66
farsími. (+32)(0)492 900 187


 
 
 

[1] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/6/EB, frá 28. janúar 2003, um innherjaviðskipti og markaðsmisnotkun.
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS