Browse by year:


Internal Market

Íslandi ber að tryggja neytendum rétt til að bera fram kvörtun vegna vátryggingamiðlara

4.7.2012

PR(12)42 - Icelandic version

Íslenskum stjórnvöldum ber að koma á kerfi sem gerir neytendum kleift að leggja fram kvartanir vegna vátrygginga- og endurtryggingamiðlara. Einnig þarf að styrkja samvinnu og upplýsingaskipti við önnur EES-ríki. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag.


Vátryggingamiðlarar aðstoða viðskiptavini tryggingafélaga við að meta áhættu, tryggja að þeir taki upplýstar ákvarðanir, takmarka leitarkostnað þeirra, veita persónulega ráðgjöf o.s.frv. Tryggingamiðlarar aðstoða einnig tryggingafélög við að fá aðgengi að markaði, afgreiðslu tryggingarkrafna, þjónustu við viðskiptavini o.s.frv.

Ísland átti að innleiða tilskipunina um miðlun trygginga[1] fyrir 15. janúar 2005, en athugun ESA hefur leitt í ljós að þrjú ákvæði tilskipunarinnar hafa ekki verið að fullu innleidd. Tvö ákvæðanna fjalla um samvinnu og upplýsingaskipti milli EES-ríkjanna.[2] Samkvæmt gildandi lögum þá er ekki skylda fyrir íslensk stjórnvöld að eiga samvinnu og skiptast á upplýsingum eins og kveðið er á um í tilskipuninni.

Þriðja ákvæðið fjallar um kvartanir vegna vátryggingamiðlara.[3] Samkvæmt tilskipuninni þá skulu neytendur og aðrir aðilar, s.s. neytendasamtök, eiga rétt á því að bera fram kvörun vegna vátryggingamiðlara. Slíkur réttur er ekki fyrir hendi í íslenskum lögum.

Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt þessa ágalla á íslensku löggjöfinni og gefið í skyn að þeir verði lagfærðir haustið 2012.

Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær tvo mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að fara að álitinu. Ef tilskipunin verður ekki réttilega innleidd innan þess tíma, getur ESA ákveðið að leggja málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Fjölmiðlafulltrúi ESAr
sími: (+32)(0)2 286 18 66
farsími: (+32)(0)492 900 187

 
 


[1] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/92/EB frá 9. desember 2002, um miðlun vátrygginga.

[2] 9(1) og 9(2). grein tilskipunarinnar.

[3] 10. grein tilskipunarinnar.
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS