Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Annmarkar á eftirliti með framleiðslu kjöt- og mjólkurafurða á Íslandi

12.9.2012

PR(12)54 - Icelandic version

Ísland þarf að bæta opinbert eftirlit með framleiðslu kjöt- og mjólkurafurða til að tryggja samræmi við löggjöf EES um matvælaöryggi.  Þetta er meginniðurstaða í skýrslu Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.

ESA fór í sína fyrstu eftirlitsheimsókn til Íslands í mai 2012 til að kanna öryggi matvæla úr dýraríkinu, einkum kjöt, mjólk og afurðir þeirra. Umrædd EES löggjöf tók gildi á Íslandi 1.  nóvember 2011 eftir 18 mánaða aðlögunartíma.

Á Íslandi er til staðar virkt eftirlit með framleiðslu kjöt- og mjólkurafurða í samræmi við löggjöf EES . Eftirlitsheimsókn ESA leiddi þó í ljós ýmsa annmarka á starfsháttum matvælaframleiðanda og opinberra eftirlitsaðila.

Varðandi opinbert eftirlit þá telur ESA skorta á að stjórnvöld beiti viðeigandi úrræðum í kjölfar brota matvælaframkeiðanda. Sem dæmi höfðu engar ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir að tvær kjötvinnslur gætu sett vörur sínar á markað þrátt fyrir að starfsstöðvar þeirra teldust ófullnægjandi og fyrirtækin störfuðu án leyfis eftirlitsaðila vegna þess að þær uppfylltu ekki viðeigandi kröfur EES. Að auki reyndust starfsleyfi annarra matvælaframleiðanda ekki í öllum tilfellum ná yfir alla starfsemi fyrirtækjanna né starfsaðstöðu.

Hjá matvælaframleiðendum fundust annmarkar varðandi almennar og sértækar kröfur er sneru að hreinlæti og hollustuháttum.  Nokkrir höfðu ekki verið uppgötvaðir af íslenskum stjórnvöldum m.a. í tilfellum þar sem;

  • Vinnsluhúsnæði og viðhald þess var ófullnægjandi og hreinlæti var ábótavant.
  • Ófullnægjandi eftirlit var með örverum í mjólk og kjötafurðum.
  • Merkingar framleiðsluvara voru ófullnægjandi, sérstaklega varðandi kjötvörur
  • Innra eftirlit matvælafyrirtækja þótti ófullnægjandi.

Matvælastofnun MAST hefur þegar verið upplýst um þessa annmarka og brugðist við þeim að hluta í aðgerðaáætlun sem unnin var eftir móttöku skýrsludraga.  Aðgerðaráætlun MAST fylgir með lokaskýrslu ESA.

Lokaskýrslu ESA má finna hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Mr. Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi ESA
Sími: (+32)(0)2 286 18 66
Farsími: (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS