Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Vanræksla á að veita starfsfólki upplýsingar um ráðningarkjör verður að vera bundin viðurlögum

28.11.2012

PR(12)70 - Icelandic version
Ísland verður að kveða á um viðurlög ef atvinnurekandi vanrækir þá skyldu að upplýsa starfsmenn um helstu ráðningarkjör. Þetta er niðurstaða rökstudds álits Eftirlitsstofnunar EFTA í dag.

Samkvæmt reglum EES1 ber atvinnurekendum að láta starfsmönnum í té skriflegar upplýsingar um helstu ráðningarkjör, svo sem um laun, vinnutíma og orlofréttindi. Ísland hefur innleitt þessi ákvæði, en þó gilda engin viðurlög við því ef atvinnurekandi lætur hjá líða að veita þessar upplýsingar. EFTA-dómstóllinn hefur bent á að ef EES reglur eru settar sem leggja á tilteknar skyldur án þess að það varði neinni ábyrgð að brjóta gegn skyldunum, er hætt við svo mjög væri dregið úr vægi ákvæðanna að þau yrðu í reynd ekki annað en viljayfirlýsingar.

Ísland hefur viðurkennt nauðsyn þess að þessum reglum fylgi ákvæði um viðurlög, en hefur enn sem komið er ekki tekið nein afgerandi skref í þá átt.

Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær tvo mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu ella getur ESA ákveðið að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

Frekari upplýsingar veitir:

Mr. Ingvar Sverrisson
Senior Officer
tel: (+32)(0)2 286 1832
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS