Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: Íslenskar reglur um skattlagningu samruna félaga brjóta í bága við EES samninginn

28.11.2012

PR(12)71 - Icelandic version

Ísland hefur gerst brotlegt við EES samninginn með því að skattleggja óinnleystan hagnað hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem sent var til Íslands í dag.

Samkvæmt íslenskum skattareglum eru íslensk fyrirtæki sem renna saman við önnur fyrirtæki þvert á landamæri krafin um greiðslu skatts af öllum haganaði tengdum eignum og hlutabréfum þegar þau flytja starfsemi sína frá Íslandi jafnvel þó hagnaðurinn hafi aldrei verið innleystur. Á sama tíma þurfa íslensk fyrirtæki sem renna saman við önnur fyrirtæki innan Íslands ekki að greiða skatt af slíkum óinnleystum hagnaði. Það er álit ESA að íslensku reglurnar hindri bæði staðfesturétt fyrirtækja og frjálst flæði fjármagns innan EES. Íslensku skattareglurnar gera það að verkum að það er ekki eins aðlaðandi fyrir fyrirtæki á Íslandi að nýta sér rétt sinn til þess að stofnsetja sig í öðrum EES ríkjum.

ESA dregur ekki í efa rétt Íslands til þess að skattleggja hagnað sem varð til á meðan fyrirtæki var staðfest á Íslandi. Engu að síður þarf Ísland að beita vægari úrræðum til þess að vernda skattlagningarrétt sinn. Í stað þess að krefja fyrirtæki um greiðslu skatts af óinnleystum hagnaði þegar þau flytja frá Íslandi gæti Ísland t.d. boðið fyrirtækjum að fresta greiðslu skattsins.

Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær tvo mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu ella getur ESA ákveðið að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

Frekari upplýsingar veitir:

Rakel Jensdóttir
Officer, General Internal Market
Tel: (+32)(0)2 286 18 26
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS