Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Eftirlit með Salmonellu er vel meðhöndlað á Íslandi

11.12.2012

PR(12)80 - Icelandic version

Eftirlit á Íslandi með Salmonellu í alifugla-og svínakjöti er í samræmi við löggjöf EES um matvælaöryggi. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.

Skýrslan er byggð á eftirlitsheimsókn til Íslands í september 2012 sem farið var í til að ganga úr skugga um að opinbert eftirlit, og þá sér í lagi með, Salmonellu væri í samræmi við löggjöf EES á því sviði.  

Í skýrslunni kemur fram að opinbert eftirlit á Íslandi sé almennt fullnægjandi. Eftirlit og skilyrði varðandi meðferð á alifuglakjöti eru jafnvel strangari en þau skilyrði sem EES löggjöf setur.

Í skýrslunni eru, hinsvegar, gerðar athugasemdir sem krefjast viðbragða af hálfu Íslands. ESA taldi að samræming og samvinna milli Matvælastofnunnar (MAST) og heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga væri ekki nægileg. Þar að auki var talið að framfylgni reglnanna væri ábótavant:

  • Dæmi var um að fyrirtæki útvegaði vörur til notkunar í spítalaeldhúsi án samþykkis eða skráningar yfirvalda þrátt fyrir að viðkomandi heilbrigðiseftirliti væri kunnugt um það.
  • Heilbrigðiseftirlitið brást ekki réttilega við ófullnægjandi þrifum og notkunar á útrunnum og óauðkennanlegum vörum í spítalaeldhúsi.

Í skýrslunni er að finna tillögur að úrbótum fyrir viðkomandi stjórnvöld með það fyrir stafni að bæta úr þeim atriðum sem ESA gerði athugasemdir við og til að styrkja núverandi eftirlitskerfi.

MAST hefur tekið til athugunar þær athugasemdir sem gerðar voru og hefur lagt fram aðgerðaráætlun með tímamörkum þar sem brugðist er við athugasemdum ESA. Aðgerðaráætlunina og athugasemdirnar er að finna í Viðauka 5.

Lokaskýrslu ESA má finna hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími.
(+32)(0)2 286 18 66
Farsími. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS