Browse by year:


Internal Market

Innri Markaður: Noregur og Ísland verða að herða enn frekar eftirlit með peningaþvætti

13.12.2012

PR(12)82 - Icelandic version

Tímafrestur til að innleiða þriðju tilskipunina[1] gegn peningaþvætti rann út 15. desember 2007. Bæði Noregur og Ísland hafa hafið innleiðingarferlið en eiga enn eftir að innleiða vissa hluta tilskipunarinnar. Samkvæmt núgildandi norskum og íslenskum lögum eru vissir aðilar sem veita þjónustu ekki undir eftirliti opinberra yfirvalda. Þetta er brot á EES samningnum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf út tvö rökstudd álit til ríkjanna.

Samkvæmt norskum lögum eru aðilar á sviði fjárvörslu eða fyrirtækjaþjónustu og háar fjármagnsfærslur  ekki undir eftirliti yfirvalda. Á Íslandi eru fasteignasalar og endurskoðendur ekki undir slíku eftirliti. Noregur og Ísland verða að skipa yfirvöld í þeim tilgangi að hafa skilvirkt eftirlit með og tilkynna um grunsamlegar fjármagnsfærslur framkvæmdum af slíkum þjónustuaðilum.

Tilgangur eftirlitsins er að koma í veg fyrir og berjast gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkastarfsemi og tryggja þannig traust á fjármálamarkaðinn og aðra markaði.

Norsk og íslensk yfirvöld hafa viðurkennt að tilskipunin hafi ekki verið innleidd á fullnægjandi hátt en hafa enn sem komið er ekki fundið skilvirka lausn á málinu.

Rökstudda álitið telst lokaðavörun. Ísland og Noregur fá tvo mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitunum ella getur ESA ákveðið að fara með málin fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími (+32)(0)2 286 18 66
Farsími (+32)(0)492 900 187[1] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB frá 26. október 2005 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverkamanna.
Other EEA Institutions


imgbanner3
This website is built with Eplica CMS