Browse by year:


Internal Market

Innri markaður: EES reglur um búseturéttindi ekki að fullu innleiddar af Íslands hálfu

19.12.2012

PR(12)87 - Icelandic version

Ísland verður að innleiða að fullu tilskipun um rétt EES borgara og fjölskyldumeðlima þeirra til frjálsrar farar og dvalar á yfirrráðasvæði EES ríkjanna.[1] Þetta er niðurstaða rökstudds álits Eftirlitsstofnunar EFTA í dag.

Búsetutilskipunin styður við rétt ríkisborgara ESB og EFTA og fjölskyldumeðlima þeirra til frjálsrar farar og dvalar í þeim 30 ríkjum sem í dag tilheyra EES svæðinu. Þetta er gert með því að einfalda stjórnsýslu á þessu sviði, með betri skilgreiningu á réttarstöðu aðstandenda, og með því að takmarka svigrúm ríkja til að neita EES borgurum landgöngu eða vísa þeim úr landi. Auk þessa kynnir tilskipunin til sögunnar rétt EES borgara til varanlegrar búsetu.

Ísland hefur innleitt öll meginákvæði tilskipunarinnar. Þó hafa nokkur ákvæði hennar ekki enn verið innleidd eða innleiðing þeirra telst ófullnægjandi.

Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær tvo mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu ella getur ESA ákveðið að fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Mr. Trygve Mellvang-Berg
Press & Information Officer
tel. (+32)(0)2 286 18 66
mob. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS