Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Annmarkar fundnir í íslensku innflutningseftirlitskerfi

25.1.2013

PR(13)03 - Icelandic version

Ísland þarf að lagfæra annmarka sem fundust í innflutningseftirlitskerfi og heilbrigðiseftiliti með dýraafurðum sem koma til landsins. Þetta er meginniðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.

ESA fór í eftirlitsheimsókn til Íslands í október 2012 til að kanna innflutningseftirlitskerfi og landamærastöðvar. Tilgangur heimsóknarinnar var að ganga úr skugga um að opinbert eftirlit sem snéri að innflutningseftirlitskerfi og landamærastöðvum væri beitt í samræmi við löggjöf EES-samningsins.  

Jafnvel þó að skýrslan sýni að aðstæður á landamærastöðvum og heilbrigðisreglur um innflutning dýra og dýraafurða á Íslandi séu almennt í samræmi við löggjöf EES, þá leiðir hún hinsvegar einnig í ljós töluverða annmarka.

Einkum er ekki tryggt að allar dýraafurðir sem fluttar eru til landsins gangist undir dýraheilbrigðiseftirlit. Ástæður þessa má m.a. rekja til eftirfarandi:

skortur á nákvæmri þekkingu á innfluttum vörum. Minna en 20% af af merktum vörusendingum eru  fyrirfram tilkynntar af rekstaraðilum og kerfisbundnar sannprófanir fara ekki fram;

skortur á fullnægjandi dýraheilbrigðiseftirliti áður en tollafgreiðsla fer fram (sem getur farið fram allt að 6 mánuðum eftir komu til Íslands);

skortur á þekkingu á eiginleikum vara sem eru í umflutningi (e. transit) sem getur leitt til þess dýraafurðir þurfi ekki að gangast undir heilbrigðisskoðun.

Ennfremur var eftirfylgni með gildandi reglum ábótavant. Þetta varðar aðallega 60 daga frestinn vegna förgunar eða endursendingar vöru  og skort á úrræðum til að bregðast við því að vörusendingar séu ekki fyrirfram tilkynntar af rekstraraðilum.

Matvælastofnunin (MAST) hefur tekið til athugunar þær athugasemdir sem gerðar voru og hefur lagt fram tímasetta áætlun þar sem unnið er samkvæmt úrbótartillögum ESA. Um þessar mundir er ESA að yfirfara aðgerðaráætlunina.

Skýrsluna má nálgast hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Trygve Mellvang-Berg
Upplýsingafulltrúi
Sími (+32)(0)2 286 18 66
Farsími (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner5
This website is built with Eplica CMS