Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Fundað með Noregi og Íslandi til að fara yfir stöðu mála varðandi ólöglega notkun og merkingu hrossakjöts í kjötvörum.

20.2.2013

PR(13)10 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að boða til fundar í ráðgjafanefnd EFTA um dýraheilbrigðismál (EFTA Veterinary and Phystosanitary Committee) 21. febrúar til að fara yfir stöðu mála varðandi ólöglega notkun og merkingu hrossakjöts í kjötvörum.

Á fundinum mun ESA ræða stöðu mála í Noregi og Íslandi og leggja fram samræmda áætlun til að kanna hvort ólögleg starfsemi og vörusvik hafi átt sér stað.

Vinna samkvæmt áætluninni tekur einn mánuð en verður hugsanlega framlengd um tvo mánuði. Verkefnið er:

  • Að kanna hvort ómerkt hrossakjöt sé að finna í matvörum: Rannsakað verður, fyrst og fremst með úrtaki úr matvöruverslunum, hvort vörur í neytendaumbúðum sem markaðssettar eru sem nautakjöt innihaldi hrossakjöt.
  • Greining hugsanlegra lyfjaleifa phenylbutazone í hrossakjöti sem ætlað er til manneldis: Til rannsókna verður tekið 1 sýni fyrir hver 50 tonn af hrossakjöti sem ætlað er til manneldis.

Noregur og Ísland muni gera ESA grein fyrir niðurstöðum úr þessum rannsókna svo sem upplýsingum um sýnatökur, rannsóknaraðferðir og eftirfylgni í samræmi við niðurstöður.  Ef niðurstöður rannsóknanna gefa tilefni til verður uppruni hrossakjötsins rakin og þau lönd þar sem viðkomandi hrossum var slátrað upplýst um niðurstöðurnar.

Öllum niðurstöðum verður komið á framfæri við Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem og í gegnum viðvörunarkerfið fyrir matvæli og fóður (Rapid Alert System for Food and Feed) þannig að niðurstöðurnar séu aðgengilegar yfirvöldum allra landa innan evrópska efnahagssvæðisins.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Mr. Trygve Mellvang-Berg 
Press & Information Officer 
tel. (+32)(0)2 286 18 66
mob. (+32)(0)492 900 187
Other EEA Institutions


imgbanner2
This website is built with Eplica CMS