Browse by year:


Internal Market

Innri Markaður: Mál verður höfðað fyrir EFTA dómstólnum gegn Íslandi vegna reglna um vátryggingarmiðlun

29.5.2013

PR(13)47 - Icelandic version

Eftirlitsstofnuna EFTA (ESA) hefur ákveðið að höfða mál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum vegna íslenskra reglna um vátryggingarmiðlun. 

ESA telur að Ísland hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar og sett upp kerfi sem gerir neytendum kleift að skrá kvartanir varðandi tryggingar og endurtryggingar vátryggingarmiðlara. Samkvæmt Tilskipuninni um vátryggingarmiðlun skulu neytendur og aðrir hagsmunaaðilar svo sem neytendasamtök, hafa rétt til þess að leggja fram kvörtun gegn vátryggingarmiðlurum. Þessi réttindi hafa ekki verið innleidd á Íslandi. 

Þar að auki kveður tilskipunin á um að eftirlitsyfirvöld í aðildarríkjunum skuli vinna saman og skiptast á upplýsingum. Samkvæmt núverandi íslenskum lögum eru eftirlitsyfirvöld ekki skyldug til slíkrar samvinnu. 

Vátryggingarmiðlarar aðstoða viðskiptavini við áhættumat, tryggja að þeir taki upplýsta ákvörðun, lækka rannsóknarkostnað viðskiptavina, veita persónulega ráðgjöf o.s.frv. Vátryggingarmiðlarar aðstoða einnig tryggingarfyrirtæki með því að auðvelda þeim innkomu inn á markað og aðstoða við þjónustu tengdri kröfum og stefnumörkun. 

Ísland hefur viðurkennt vandamálið en hefur ekki, enn sem komið er, innleitt nauðsynlega löggjöf til að bæta úr ástandinu. 

Þar sem Ísland hefur ekki gripið til fullnægjandi ráðstafana eftir að hafa móttekið Rökstutt álit í málinu, verður nú farið með málið fyrir EFTA dómstólinn.


Frekari upplýsingar veitir:
 

Mr. Xavier Lewis
Director, Department og Legal and Executive Affairs
Tel: (+32)(0)2 286 18 30


Mr. Jonas Pålshammar
Officer, Department of Internal Market Affairs
Tel: (+32)(0)2 286 18 34
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS