Browse by year:


Internal Market

Innri Markaður: Íslandi verður stefnt fyrir EFTA dómstólinn vegna reglna um eiginfjárkröfur banka

29.5.2013

PR(13)50 - Icelandic version

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) mun stefna Íslandi fyrir EFTA dómstólinn vegna ófullnægjandi innleiðingar tilskipunar sem breytir vissum reglum varðandi eiginfjárkröfur banka. 

Tilskipun 2009/111/EB er hluti af löggjafarpakka (CRD II) sem er ætlað að tryggja fjárhagslegt öryggi banka og fjárfestingarfyrirtækja. Meginbreytingarnar sem kynntar voru með tilskipuninni stefndu að því að bæta meðhöndlun á stórum áhættuskuldbindingum, bæta reglur um eigið fé banka, stýringu lausafjárháhættu og áhættustýringu vegna verðbréfunar. 

Tilskipunin átti að vera innleidd að fullu af hálfu Íslands fyrir 1. janúar 2012. ESA gaf út Rökstutt álit í september 2012 þar sem Ísland var hvatt til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að innleiða ákvæði tilskipunarinnar. Ísland hefur ekki gert það og því verður málinu vísað til EFTA dómstólsins.

Frekari upplýsingar veitir: 

Mr. Xavier Lewis
Director, Department of Legal and Executive Affairs
Tel: (+32)(0)2 286 18 30

Mr. Jonas Pålshammar
Officer, Department of Internal Market Affairs
Tel: (+32)(0)2 286 18 34
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS