Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Skortur á eftirliti með efni og hlutum sem komast í snertingu við matvæli

19.6.2013

PR(13)55 - Icelandic version

Herða þarf opinbert eftirlit á Íslandi með innflutningi, framleiðslu og notkun á efnum og hlutum sem komast í snertingu við matvæli. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Eftirlitstofnun EFTA (ESA) birtir í dag. Verulega skortir á að skráning og skýrsluhald sé fullnægjandi til að tryggja að umrædd efni rýri ekki heilnæmi matvæla.

Í eftirlitsferð til Íslands í desember 2012 gerði ESA úttekt á því hvort opinbert eftirlit með efnum og hlutum sem komast í snertingu við matvæli væri framkvæmt í samræmi við löggjöf EES. Til hluta og efna sem komast í snertingu við matvæli telst allt frá áhöldum sem notuð eru í matvælaiðnaði, innri umbúðum matvæla og eldhúsáhalda. Slík efni og hlutir mega ekki gefa frá sér hættuleg efnasambönd eða á annan hátt rýra heilnæmi matvæla.

Það sem helst skortir á í opinberu eftirlit á þessu sviði er eftirfarandi: 

  • Hlutaðeigandi stjórnvöld skortir nægilega yfirsýn með framleiðendum og innflytjendum efna og hluta sem komast í snertingu við matvæli. Opinberu eftirliti er ýmist ábótavant, því ekki sinnt, ekki áhættumiðað og samræmdu verklagi er ekki fylgt.
  • Ekki hefur verið haft eftirlit með eldhúsáhöldum frá Hong Kong og Kína sem innihalda pólýamíð og melamín þrátt fyrir að auknar öryggiskröfur hafi verið gerðar vegna innflutnings þessara vara inn á Evrópska efnahagssvæðið, í samræmi við Reglugerð Framkvæmdastjórnarinnar (ESB) Nr. 284/2011. Þrátt fyrir að fresturinn til að taka reglugerðina upp í íslenskan rétt hafi runnið út 1. júlí 2011 hefur hún ekki ennþá verið tekin upp af hálfu Íslands. 
  • Mjög takmarkað eftirlit er haft með því á hvern hátt matvælaframleiðendur nota efni og hluti sem komast í snertingu við matvæli.
  • Þá hafa eftirlitsaðilar ekki tekið sýni af efnum eða hlutum sem komast í snertingu við matvæli. 

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitsaðilar tóku undir ofangreindar ábendingar sem fram komu í skýrsludrögum ESA og hafa hafist handa við úrbætur. Svör Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins eru birt í viðauka við lokaskýrslu ESA.

Þá hefur ESA gefið út rökstutt álit til Íslands vegna tafa á innleiðingu Reglugerðar ESB Nr. 284/2011. Reglugerðin varðar aðferðir vegna innflutnings á eldhúsáhöldum frá Kína og Hong Kong sem innihalda pólýamíð og melamín.

Rökstudda álitið telst lokaaðvörun til Íslands. Ísland fær nú tækifæri til að gera viðeigandi ráðstafanir til að bregðast við álitinu ella getur ESA ákveðið að fara með málið fyrir EFTA dómstólinn. 

Lokaskýrslu ESA má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir: 

Mr Ólafur Einarsson
Director, Department of Internal Market Affairs
tel. (+32)(0)2 286 18 73

 

 
Other EEA Institutions


imgbanner4
This website is built with Eplica CMS