Browse by year:


Internal Market

Matvælaöryggi: Eftirlit með neysluvatni á Íslandi er í meginatriðum fullnægjandi

1.7.2013

PR(13)60 - Icelandic version

Eftirlit með neysluvatni á Íslandi er í meginatriðum fullnægjandi þó svo að viss atriði þarfnist úrbóta. Þetta er megin niðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) sem gefin var út í dag.

Skýrslan er byggð á eftirlitsheimsókn til Íslands í janúar 2013 til að ganga úr skugga um að opinbert eftirlit með neysluvatni sé í samræmi við löggjöf Evrópska Efnahagssvæðisins (EES).  Brugðist hefur verið við athugasemdum sem settar voru fram að hálfu ESA í fyrri eftirlitsheimsókn árið 2007 þó svo að enn séu atriði sem krefjast úrbóta af hálfu íslenskra yfirvalda.

ESA hefur áður bent á að bæta megi samræmingu og samvinnu milli íslenskra eftirlitsaðila og á það einnig við varðandi eftirlit með neysluvatnsgæðum. 

Önnur helstu atriði sem þarfnast úrbóta eru eftirfarandi:

  • Að tryggja að öll atriði viðeigandi EES löggjafar séu innleidd á Íslandi varðandi neysluvatnsgæði og verndun vatns
  • Að tryggja að framsetning rannsóknarniðurstaða opinberra rannsóknarstofa sé að öllu leyti í samræmi við kröfur viðeigandi EES löggjafar
  • Að tryggja viðeigandi upplýsingagjöf til ESA og almennings varðandi neysluvatnsgæði og verndun vatns
  • Að tryggja að kröfum varðandi eftirlit með vatnsgæðum sé ávallt fylgt hjá fyrirtækjum sem framleiða matvæli
  • Skráning og samþykki matvælafyrirtækja og virkni innra eftirlitskerfa þeirra svo sem greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða 

Í skýrslunni er að finna athugasemdir sem Ísland þarf að bæta úr til að styrkja núverandi eftirlitskerfi.

Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitafélaga hafa tekið til greina athugasemdir sem fram komu í skýrsludrögum ESA. Viðbrögð og athugasemdir íslenskra eftirlitsaðila eru birt í viðauka við lokaskýrslu ESA.

Lokaskýrslu ESA má finna hér. 

Nánari upplýsingar veitir:

Janne Britt Krakhellen
Deputy Director, Department of Internal Market Affairs
tel. (+32)(0)2 286 18 73
Other EEA Institutions


imgbanner1
This website is built with Eplica CMS